Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lambakjöt oft notað sem beita í stórmörkuðum
Mynd / Beit
Fréttir 17. apríl 2018

Lambakjöt oft notað sem beita í stórmörkuðum

Höfundur: TB

„Einhvern veginn hefur lambakjötið þróast þannig að það er notað oft sem beitur inn í búðirnar. Þegar við förum að horfa á það þá er verið að selja, eins og núna, inni á frysti hjá mér er verið að selja lambalæri á 1.099 kr. á meðan við erum að selja kílóið af kjúkling á 1.799 kr. Við erum að selja kílóið af ýsunni á 1.999 þannig að lambakjöt er mjög ódýrt. Á það að vera svona ódýrt? Nei, þetta bara hefur þróast alltaf svona,“ segir Ólafur Júlíusson innkaupastjóri hjá Krónunni í þriðja þætti „Lambs og þjóðar“ þar sem fjallað er um markaðs- og sölumál lambakjöts út frá ólíkum sjónarhornum. Með „beitum“ á hann við að lambakjöt sé notað til þess að lokka fólk inn í búðirnar með því að auglýsa mjög lágt verð.

Í þættinum er rætt við þá aðila sem selja lambakjöt á Íslandi, fulltrúa verslunarinnar og veitingageirans. Óhætt er að segja að þar komi fram margvíslegar skoðanir um sölu- og markaðsmál lambakjöts. Í fyrri þáttum, sem bæði eru aðgengilegir á Facebook, bbl.is og YouTube, hefur verið rætt við fulltrúa bænda og afurðastöðva.

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar
Fréttir 22. ágúst 2024

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar

Vefurinn Líforka.is var formlega opnaður fyrir skemmstu, sem er upplýsingavefur ...

Smalahundar etja kappi
Fréttir 22. ágúst 2024

Smalahundar etja kappi

Smalahundafélag Íslands stendur fyrir landskeppni smalahunda 24. og 25. ágúst næ...

Vindmyllur fá grænt ljós
Fréttir 22. ágúst 2024

Vindmyllur fá grænt ljós

Gefið hefur verið út virkjanaleyfi fyrir fyrsta íslenska vindorkuverið, Búrfells...

Frestun hrossaútflutnings
Fréttir 21. ágúst 2024

Frestun hrossaútflutnings

Reglubundin yfirhalning farmflugvélar er ástæða þess að engin hross hafa verið f...

Nýr bústjóri Nautís
Fréttir 21. ágúst 2024

Nýr bústjóri Nautís

Davíð Ingi Baldursson hefur verið ráðinn sem bústjóri í einangrunarstöðinni á St...

Styrkir vegna kaltjóna
Fréttir 21. ágúst 2024

Styrkir vegna kaltjóna

Bjargráðasjóði hefur borist 81 umsókn frá bændum vegna kaltjóns á túnum. Frestur...

Aðgerðaáætlun staðfest
Fréttir 20. ágúst 2024

Aðgerðaáætlun staðfest

Nú í byrjun ágúst staðfestu íslensk stjórnvöld aðgerðaáætlun gegn sýklalyfjaónæm...

Hækkun á afurðaverði
Fréttir 20. ágúst 2024

Hækkun á afurðaverði

Nýlega hafa verið gefnar út verðskrár með afurðaverðs­hækkunum til bænda fyrir n...