Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Landsáætlun um verndun erfðaauðlinda í íslenskri náttúru og landbúnaði 2019-2023
Fréttir 9. október 2019

Landsáætlun um verndun erfðaauðlinda í íslenskri náttúru og landbúnaði 2019-2023

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landsáætlun erfðanefndar landbúnaðarins er nú birt í þriðja sinn en með henni er mótuð stefna erfðanefndar um varðveislu og sjálfbæra nýting erfðaauðlinda í landbúnaði sem er hlutverk nefndarinnar og er skilgreint í lögum.  

Starfsemi nefndarinnar er fyrst og fremst á vegum Erfðalindaseturs Landbúnaðarháskóla Íslands sem sinnir margvíslegum verkefnum í umboði erfðanefndar.  Landsáætlunin er byggð á fyrri áætlun að mjög miklu leyti en einstakir kaflar hafa verið endurskrifaðir og uppfærðir eftir því sem við á.

Varðveisla erfðafjölbreytni og sjálfbær nýting erfðaauðlinda eru lykilatriði varðandi framtíð matvælaframleiðslu í landbúnaði.  Erfðabreytileiki er undirstaða þess að nytjategundir geti aðlagast breyttum umhverfisaðstæðum og er jafnframt forsenda þess að hægt sé að stunda árangursríkar kynbætur til framtíðar.  Í umræðu dagsins um loftslagsbreytingar og aðrar umhverfisógnir sem geta haft veruleg áhrif á framleiðslu matvæla í landbúnaði verður þetta starf sífellt mikilvægara.

Landsáætlunin nær yfir nytjaplöntur, skóg, búfé og villta ferskvatnsfiska og í öllum þessum flokkum eru tegundir og/eða stofnar sem gæta þarf að. Á Íslandi eru það ekki síst íslensku búfjárkynin sem skapa sérstöðu landbúnaðar hér á landi og þau eru því áberandi í áætluninni hverju sinni.

Töluvert hefur áunnist frá því að síðasta landsáætlun var sett fram og ber þar hæst fjölgun íslenskra geita og aukin nýting afurða af geitum.  Íslenska geitin er enn í útrýmingarhættu en hættan hefur minnkað og vonandi heldur sú þróun áfram.  Íslenskt forystufé hefur verið skilgreint sem sérstakt sauðfjárkyn og er einnig í útrýmingarhættu. Þar er m. a. unnið að eflingu skýrsluhalds sem er mikilvægt fyrir framtíð stofnsins.  Erfðanefnd hefur einnig látið sig varða verndun villtra laxastofna í ám í ljósi aukningar á laxeldi í sjó.

Enn fremur hefur verið unnið gagnlegt starf í rannsóknum og viðhaldi á íslenskum yrkjum garð- og landslagsplantna í verkefninu Yndisgróður sem er á vegum LbhÍ.

Lesa má skýrsluna hér.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.