Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stjórn NOVA, fulltrúar stjórnsýslu og nemenda frá samstarfsskólunum áttu tveggja daga vel heppnaðan fund á Hvanneyri á dögunum.
Stjórn NOVA, fulltrúar stjórnsýslu og nemenda frá samstarfsskólunum áttu tveggja daga vel heppnaðan fund á Hvanneyri á dögunum.
Fréttir 28. júní 2023

Leiða norrænt háskólasamstarf

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur tekið við formennsku NOVA University Network til næstu þriggja ára.

NOVA University Network er samstarf norrænna háskóla á sviði landbúnaðar, dýralækninga, skógfræði og skyldra greina með áherslu á sameiginleg námskeið fyrir doktorsnema. Sjö norrænir háskólar standa að samstarfinu, en það eru LbhÍ, Lífvísindaháskólinn í Noregi (NMBU), Háskólinn í Helsinki, Háskólinn í Austur-Finnlandi (UEF), Kaupmannahafnarháskóli, Háskólinn í Árósum og Landbúnaðarháskólanum í Svíþjóð (SLU). LbhÍ tekur nú við formennsku af þeim síðastnefnda að því er fram kemur í tilkynningu frá skólanum.

Þar segir enn fremur að stjórn NOVA, fulltrúar stjórnsýslu og nemenda frá samstarfsskólunum hafi átt tveggja daga vel heppnaðan fund á Hvanneyri. „Á fundinum tóku Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, og Christian Schultze rannsókna- og alþjóðafulltrúi formlega við keflinu af Ylvu Hilbur og Geir Löe frá SLU. Ylvu og Geir var þakkað fyrir sitt góða starf á undanförnum árum, en NOVA samstarfið hefur styrkst mjög undir þeirra stjórn.

Farið var yfir stefnu NOVA og áherslur til næstu ára. Áfram verður lögð áhersla á samstarf um doktorsnámskeið og gæði námsins, fjölgun námskeiða og að námskeiðin séu auglýst með góðum fyrirvara. Þá var einnig rætt um matskerfið sem notað er til að fylgjast með gæðum NOVA námskeiða og hvernig megi bæta það enn frekar með aðstoð nemenda. Nemendur samstarfsháskólanna eru virkir þátttakendur í NOVA og fer Anna Mariager, doktorsnemi við Landbúnaðarháskóla Íslands, fyrir nemendahópi NOVA.“

NOVA var stofnað árið 1995. Aðildarháskólarnir vinna á sviði landbúnaðar, dýravísinda, skógræktar, dýralækninga, matvæla, umhverfisvísinda, fiskeldis og skyldra lífvísindagreina. Háskólarnir eiga það sameiginlegt að stuðla að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda, þróun í matvælaframleiðslu, heilsu- og velferðarvernd manna og dýra og að efla getu til nýtingar lands, vatns, plantna og dýra samkvæmt sjálfbærum meginreglum.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...