Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Leitað er eftir sérstæðum litamynstrum á hrossum, svipuðum þeim sem hér sjást; rákir á legg og rákir á síðu.
Leitað er eftir sérstæðum litamynstrum á hrossum, svipuðum þeim sem hér sjást; rákir á legg og rákir á síðu.
Mynd / Kristín Halldórsdóttir
Fréttir 25. febrúar 2020

Leitað eftir hrossum með sérstæð litamynstur í feldi

Höfundur: Ritstjórn
Búvísindamenn í Svíþjóð óska eftir liðsinni hrossaræktenda á Íslandi vegna rannsóknar á sérstökum litaafbrigðum í feldi íslenska hestsins. 
 
Við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar (SLU) í Uppsölum eru nú í gangi nokkrar rannsóknir þar sem íslenski hesturinn spilar stórt hlutverk. Ein af ástæðum fyrir vinsældum íslenska hestsins sem viðfangsefni rannsókna er fjölbreytileiki stofnsins og mikið gagnasafn svipfars- og ætternisskráninga sem safnast hefur síðustu áratugi. Í raun er það einstakt meðal hrossakynja hve stórt og aðgengilegt gagnasafnið er.
 
Átt þú hross með sérstök litamynstur?
 
Á næstu misserum fer í gang verkefni sem hefur það að markmiði að greina erfðafræðilegan uppruna sérstæðra mynstra í feldi hrossa. Með sérstæðum mynstrum er til að mynda átt við ál og rákir á leggjum og síðum álóttra hrossa, dröfnur og/eða bletti á búk einlitra hrossa. Á meðfylgjandi myndum má sjá dæmi um rákir á leggjum og síðum móálótts hross.
 
Rákir á síðu.
 
DNA-sýni og ljósmyndir
 
Rannsóknahópurinn sem stendur að rannsókninni leitar nú til áhugasamra eigenda íslenskra hrossa um að leggja fram DNA-sýni úr hrossum sem bera umrætt svipfar. Þátttakan er auðveld en hún felur í sér greinargóðar ljósmyndir af svipfari hrossins og hársýni úr tagli þess til DNA-greiningar.
 
Rákir á legg. 
 
Þeir sem hafa áhuga á að leggja rannsókninni lið eða hafa frekari spurningar eru hvattir til að hafa samband við Doreen Schwochow (doreen.schwochow@slu.se) eða Heiðrúnu Sigurðardóttur (heidrun.sigurdardottir@slu.se) hjá SLU.
 
Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...