Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Leitað er eftir sérstæðum litamynstrum á hrossum, svipuðum þeim sem hér sjást; rákir á legg og rákir á síðu.
Leitað er eftir sérstæðum litamynstrum á hrossum, svipuðum þeim sem hér sjást; rákir á legg og rákir á síðu.
Mynd / Kristín Halldórsdóttir
Fréttir 25. febrúar 2020

Leitað eftir hrossum með sérstæð litamynstur í feldi

Höfundur: Ritstjórn
Búvísindamenn í Svíþjóð óska eftir liðsinni hrossaræktenda á Íslandi vegna rannsóknar á sérstökum litaafbrigðum í feldi íslenska hestsins. 
 
Við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar (SLU) í Uppsölum eru nú í gangi nokkrar rannsóknir þar sem íslenski hesturinn spilar stórt hlutverk. Ein af ástæðum fyrir vinsældum íslenska hestsins sem viðfangsefni rannsókna er fjölbreytileiki stofnsins og mikið gagnasafn svipfars- og ætternisskráninga sem safnast hefur síðustu áratugi. Í raun er það einstakt meðal hrossakynja hve stórt og aðgengilegt gagnasafnið er.
 
Átt þú hross með sérstök litamynstur?
 
Á næstu misserum fer í gang verkefni sem hefur það að markmiði að greina erfðafræðilegan uppruna sérstæðra mynstra í feldi hrossa. Með sérstæðum mynstrum er til að mynda átt við ál og rákir á leggjum og síðum álóttra hrossa, dröfnur og/eða bletti á búk einlitra hrossa. Á meðfylgjandi myndum má sjá dæmi um rákir á leggjum og síðum móálótts hross.
 
Rákir á síðu.
 
DNA-sýni og ljósmyndir
 
Rannsóknahópurinn sem stendur að rannsókninni leitar nú til áhugasamra eigenda íslenskra hrossa um að leggja fram DNA-sýni úr hrossum sem bera umrætt svipfar. Þátttakan er auðveld en hún felur í sér greinargóðar ljósmyndir af svipfari hrossins og hársýni úr tagli þess til DNA-greiningar.
 
Rákir á legg. 
 
Þeir sem hafa áhuga á að leggja rannsókninni lið eða hafa frekari spurningar eru hvattir til að hafa samband við Doreen Schwochow (doreen.schwochow@slu.se) eða Heiðrúnu Sigurðardóttur (heidrun.sigurdardottir@slu.se) hjá SLU.
 
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...