Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Leitað er eftir sérstæðum litamynstrum á hrossum, svipuðum þeim sem hér sjást; rákir á legg og rákir á síðu.
Leitað er eftir sérstæðum litamynstrum á hrossum, svipuðum þeim sem hér sjást; rákir á legg og rákir á síðu.
Mynd / Kristín Halldórsdóttir
Fréttir 25. febrúar 2020

Leitað eftir hrossum með sérstæð litamynstur í feldi

Höfundur: Ritstjórn
Búvísindamenn í Svíþjóð óska eftir liðsinni hrossaræktenda á Íslandi vegna rannsóknar á sérstökum litaafbrigðum í feldi íslenska hestsins. 
 
Við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar (SLU) í Uppsölum eru nú í gangi nokkrar rannsóknir þar sem íslenski hesturinn spilar stórt hlutverk. Ein af ástæðum fyrir vinsældum íslenska hestsins sem viðfangsefni rannsókna er fjölbreytileiki stofnsins og mikið gagnasafn svipfars- og ætternisskráninga sem safnast hefur síðustu áratugi. Í raun er það einstakt meðal hrossakynja hve stórt og aðgengilegt gagnasafnið er.
 
Átt þú hross með sérstök litamynstur?
 
Á næstu misserum fer í gang verkefni sem hefur það að markmiði að greina erfðafræðilegan uppruna sérstæðra mynstra í feldi hrossa. Með sérstæðum mynstrum er til að mynda átt við ál og rákir á leggjum og síðum álóttra hrossa, dröfnur og/eða bletti á búk einlitra hrossa. Á meðfylgjandi myndum má sjá dæmi um rákir á leggjum og síðum móálótts hross.
 
Rákir á síðu.
 
DNA-sýni og ljósmyndir
 
Rannsóknahópurinn sem stendur að rannsókninni leitar nú til áhugasamra eigenda íslenskra hrossa um að leggja fram DNA-sýni úr hrossum sem bera umrætt svipfar. Þátttakan er auðveld en hún felur í sér greinargóðar ljósmyndir af svipfari hrossins og hársýni úr tagli þess til DNA-greiningar.
 
Rákir á legg. 
 
Þeir sem hafa áhuga á að leggja rannsókninni lið eða hafa frekari spurningar eru hvattir til að hafa samband við Doreen Schwochow (doreen.schwochow@slu.se) eða Heiðrúnu Sigurðardóttur (heidrun.sigurdardottir@slu.se) hjá SLU.
 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...