Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lestur Bændablaðsins eykst á höfuðborgarsvæðinu
Mynd / Heimild / Gallup
Fréttir 23. janúar 2020

Lestur Bændablaðsins eykst á höfuðborgarsvæðinu

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Bændablaðið kemur vel út úr nýrri lestrarkönnun Gallup sem kynnt var á dögunum. 
Á landsbyggðinni segjast 41,9% fólks hafa lesið Bændablaðið en þar á eftir kemur Fréttablaðið með 21,9% meðallestur. Morgunblaðið, sem áður hafði sterka stöðu á landsbyggðinni, mælist nú einungis með 19% lestur en 25,5% á höfuðborgarsvæðinu. 
 
Heimild / Prentmiðlakönnun Gallup 
 
Bændablaðið eykur hlut sinn á höfuðborgarsvæðinu en þar er lesturinn 21,9% en var 20,4% á sama tímabili í fyrra.
 
Heimild / Prentmiðlakönnun Gallup 
 
Bændablaðið í öðru sæti yfir landið allt
 
Þegar lestur yfir landið allt er skoðaður er Fréttablaðið í efsta sæti en 37% landsmanna lesa það að staðaldri. Bændablaðið kemur þar á eftir með 29,2% lestur og síðan er Morgunblaðið í þriðja sæti með 23,2% lestur. 
 
Heimild / Prentmiðlakönnun Gallup
 
Önnur blöð eru minna lesin yfir allt landið. DV mælist með 7,2% lestur, Viðskiptablaðið 8%, Stundin með 10,4% og Mannlíf með 17,7%.
 
Blaðalestur dalar
 
Töluverðar breytingar hafa orðið á lestri prentmiðla á síðustu árum og fer hann minnkandi. Í lok árs 2017 mældist Fréttablaðið með 43,8% lestur á landsvísu og Morgunblaðið með 25,6%. Bændablaðið heldur nokkurn veginn sínu en munur á lestri er vart marktækur á milli 2017 og 2019, er nú 29,2% sem áður segir. 
 
Fleiri karlar en konur lesa blaðið
 
Karlar eru líklegri til þess að lesa Bændablaðið en konur. Þriðjungur íslenskra karlmanna les blaðið en um fjórðungur kvenna.
 
Ríflega 24% þeirra sem eru með háskólapróf lesa Bændablaðið og 37,4% þeirra sem eru einungis með grunnskólapróf. Eldri aldurshópar virðast tryggari lesendur en þeir yngri. Aðeins 10,5% ungs fólks á aldrinum 20–29 ára les Bændablaðið en 41,1% þeirra sem eru á aldrinum 50–59 ára. Rúmlega helmingur fólks yfir sextugu les Bændablaðið að staðaldri, eða 53,4%. 
 
Könnunin var gerð á síðasta ársfjórðungi 2019 af markaðs­rannsóknum Gallup.
 
Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...