Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nemar á blómaskreytingabrautinni útbúa fallegar skreytingar sem prýða Garðyrkjuskólann.
Nemar á blómaskreytingabrautinni útbúa fallegar skreytingar sem prýða Garðyrkjuskólann.
Fréttir 18. október 2021

Líf og fjör í lotuviku á Reykjum

Nú er nýafstaðin verkefnavika á Garðyrkjuskólanum á Reykjum. Nemendur fá þá verklega kennslu í ýmsum fögum og fara í heimsóknir í gróðrarstöðvar og önnur fyrirtæki sem tengjast garðyrkjunáminu, vinna verklegar æfingar og spreyta sig á ýmsum verkefnum. Í öllum hornum eru nemendahópar við störf, á námskeiðum eða í annarri fræðslu. Hér eru nokkrar svipmyndir sem sýna brot af því sem nemendur tóku sér fyrir hendur.

Mynd 1) Molta úr mötuneytinu á Reykjum ásamt stoðefni er notuð í ræktunartilraunir í gróðurhúsunum. Mynd 2) Athugun á mismunandi jarðvegsblöndum með lífrænum og tilbúnum áburði og uppeldi elriplantna. Mynd 3) Hálmur úr iðnaðarhampi sem ræktaður var á Reykjum sl. sumar, ætlaður til jarðgerðarverkefna.

Mynd 1) Fuglaskoðunarferðir eru fastur liður í kennslu í dýrafræði. Mynd 2) Skrúðgarðyrkjunemar við æfingar í verknámshúsi. Mynd 3) Býflugnarækt er kennd á Reykjum. Hér er verið að setja saman ramma í býflugnabú.

Skógtækninemar fræðast um öryggisatriði í meðferð véla til grisjunar og skógarhöggs.

Garð- og skógarplöntubrautin við plöntugreiningar og fræsöfnun á Reykjum.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...