Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nemar á blómaskreytingabrautinni útbúa fallegar skreytingar sem prýða Garðyrkjuskólann.
Nemar á blómaskreytingabrautinni útbúa fallegar skreytingar sem prýða Garðyrkjuskólann.
Fréttir 18. október 2021

Líf og fjör í lotuviku á Reykjum

Nú er nýafstaðin verkefnavika á Garðyrkjuskólanum á Reykjum. Nemendur fá þá verklega kennslu í ýmsum fögum og fara í heimsóknir í gróðrarstöðvar og önnur fyrirtæki sem tengjast garðyrkjunáminu, vinna verklegar æfingar og spreyta sig á ýmsum verkefnum. Í öllum hornum eru nemendahópar við störf, á námskeiðum eða í annarri fræðslu. Hér eru nokkrar svipmyndir sem sýna brot af því sem nemendur tóku sér fyrir hendur.

Mynd 1) Molta úr mötuneytinu á Reykjum ásamt stoðefni er notuð í ræktunartilraunir í gróðurhúsunum. Mynd 2) Athugun á mismunandi jarðvegsblöndum með lífrænum og tilbúnum áburði og uppeldi elriplantna. Mynd 3) Hálmur úr iðnaðarhampi sem ræktaður var á Reykjum sl. sumar, ætlaður til jarðgerðarverkefna.

Mynd 1) Fuglaskoðunarferðir eru fastur liður í kennslu í dýrafræði. Mynd 2) Skrúðgarðyrkjunemar við æfingar í verknámshúsi. Mynd 3) Býflugnarækt er kennd á Reykjum. Hér er verið að setja saman ramma í býflugnabú.

Skógtækninemar fræðast um öryggisatriði í meðferð véla til grisjunar og skógarhöggs.

Garð- og skógarplöntubrautin við plöntugreiningar og fræsöfnun á Reykjum.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...