Loftslag
Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.
Kópernikusarstofnunin hefur kynnt uppfærðan gagnvirkan loftslagsatlas, 5. kynslóðar C3S Atlas. Hann er sagður veita áreiðanleg gæðastýrð gögn um ástand loftslags jarðar. Gögn
eru ítarlega uppfærð á klukkustundarfresti og mynda eyðulaus kort með um 30 km upplausn.
Hægt er að sjá loftslagsskilyrði jarðar frá árinu 1940 og nánast til rauntíma ásamt því að horfa inn í mögulegt framtíðarástand.