Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fréttir 2. maí 2018
Höfundur: smh
Í 7. tölublaði Bændablaðsins var greint frá tillögu sem aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) samþykkti á dögunum, um breytingar á greiðslufyrirkomulagi frá gildandi samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar milli ríkis og sauðfjárbænda. Tvö meginmarkmið liggja að baki tillögunni; draga úr framleiðslu annars vegar og auðvelda sauðfjárbændum að hætta í greininni eða fækka fé hins vegar.
Tillagan gerir ráð fyrir frystingu á gæðastýringargreiðslum, býlisgreiðslum og gripagreiðslum í fjögur ár en á móti yrði bætt við beingreiðslum svo heildar stuðningsupphæðin yrði sú sama til ársins 2022.
Hvati fyrir þá sem vilja hætta eða fækka
„Meginmarkmið tillögunnar er að draga úr framleiðslu. Annars vegar með því að frysta gæðastýringargreiðslur, býlisgreiðslur og gripagreiðslur til 4 ára. Hins vegar með því að lækka ásetningshlutfall úr 0,7 í 0,5 samhliða því að greiðslumark verður áfram framseljanlegt,“ útskýrir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri LS.
„Annað markmið tillögunnar er síðan að búa til hvata fyrir þá sem vilja hætta í greininni eða fækka. Þannig virkar tillagan bæði á það að aðilar fái tækifæri til að fara út úr greininni og ekki síður að þeir sem eftir verða hafi ekki hvata til þess að framleiða meira.
Það eru skiptar skoðanir meðal sauðfjárbænda með þessa tillögu. Við því mátti búast enda er mjög breytilegt hvernig stuðningsgreiðslur eru samsettar hjá hverjum og einum,“ segir Unnsteinn Snorri.
Hann segir að frá því að aðalfundi LS lauk hafi stjórn unnið að nánari útlistun á tillögunni. Einkum varðandi útfærslur á hvötum til þeirra sem vilja draga úr framleiðslu eða hætta alveg. Fram undan sé að kynna tillöguna eins og hún kom frá nefndinni fyrir endurskoðunarnefnd búvörusamninga. Hún skilar svo af sér tillögum til ráðherra undir lok árs. Í framhaldi fer af stað samningsferli milli ríkis og bænda.
Tillaga aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda. Miðað við sama verðlag og reiknað var með í gerð sauðfjársamnings, geta greiðslur til sauðfjárbænda litið út með þessum hætti til ársins 2023.
Greiðslur samkvæmt gildandi samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar.
Fréttir 20. desember 2024
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...
Fréttir 20. desember 2024
Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...
Fréttir 20. desember 2024
Vænlegt lífgas- og áburðarver
Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...
Fréttir 19. desember 2024
Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...
Fréttir 19. desember 2024
Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...
Fréttir 19. desember 2024
Bjart er yfir Miðfirði
Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...
Fréttir 18. desember 2024
Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...
Fréttir 18. desember 2024
Mánaðarleg upplýsingagjöf
Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...
20. desember 2024
Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
20. desember 2024
Á kafi í hrossarækt
20. desember 2024
Særður fram úr myrkviðum aldanna
20. desember 2024
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
20. desember 2024