Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Matvælastofnun veitir leiðbeiningar til dýraeigenda vegna eldgosa á Reykjanesi
Mynd / Bbl
Fréttir 19. apríl 2021

Matvælastofnun veitir leiðbeiningar til dýraeigenda vegna eldgosa á Reykjanesi

Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar til dýraeigenda vegna eldgosa á Reykjanesi. Þar kemur fram að stofnunin fylgist með niðurstöðum efnamælinga Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar í úrkomu og stöðuvötnum í nágrenni gosstöðvanna á Reykjanesi og metur á grundvelli þeirra hvort grípa þurfi til ráðstafana vegna nýtingar beitarhólfa til að tryggja heilsu og velferð dýra.

Dýraeigendum er bent á að varðandi loftmengun hefur hún sambærileg áhrif á dýr og fólk. Þá getur margvísleg hætta stafað af því að fara með dýr að gosstöðvunum. 

Flutningur búfjár ef efnamengun eykst mikið

„Matvælastofnun mun meta reglulega hvort ástæða sé til að takmarka nýtingu beitarhólfa á Reykjanesi þegar þar að kemur og mun tilkynna dýraeigendum ef talin verður þörf á sérstökum ráðstöfunum. Eigendur gætu þurft að flytja búfé sitt á brott ef efnamengun eykst mikið. Einfalt ætti að vera fyrir hrossaeigendur að finna hagabeit á öðrum stöðum en komi til þess að flytja þurfi sauðfé af svæðinu þarf að hafa í huga að vegna riðu má ekki flytja það í önnur varnarhólf nema með aðkomu Matvælastofnunar.

Svæðið tilheyrir Landnámshólfi, sem skiptist í sýkt og ósýkt svæði hvað varðar riðu. Innan sýkta svæðisins eru sveitarfélögin Ölfus, Hveragerði og Grímsnes- og Grafningshreppur en í ósýkta hlutanum eru sveitarfélögin á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Fé má ekki flytja frá sýktu svæði til ósýkts. Ef nauðsynlegt reynist að flytja fé af svæðinu vegna mengunar, þurfa fjáreigendur á Reykjanesi að leitast við að finna heppilegan stað í ósýkta hluta hólfsins, til að flytja það á. Sé enginn kostur innan ósýkts svæðis mögulegur, skal hafa samband við Matvælastofnun sem mun þá meta þau úrræði sem völ er á. Annar kostur er að gefa fénu ómengað hey en það getur ekki talist góð lausn nema í stuttan tíma.

Loftmengun hefur sambærileg áhrif á dýr og fólk. Því er mikilvægt að dýraeigendur verji dýrin sín fyrir loftmengun svo sem kostur er eða haldi álagi í lágmarki að öðrum kosti. 

Að lokum er dýraeigendum eindregið ráðið frá að fara með dýrin sín á gosstöðvarnar. Þar er ýmislegt að varast svo sem: bruna- og hrunhættu frá hrauninu, loftmengun, skaðleg efni sem dýrin geta fengið í sig úr vatni og snjó, og saltsýru og önnur efni á jörðinni sem geta sært þófa á hundum og þeir fengið í sig við að sleikja feld og þófa,“ segir í leiðbeiningum Matvælastofnunar.

Frekari upplýsingar Matvælastofnunar um ýmsar hliðar á dýrahaldi og eldgosum:
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...