Mávar tímasetja heimsóknir sínar
Nýlegar rannsóknir Háskólans í Bristol á Englandi benda til að mávar tímasetji komu sína og heimsæki ólíka staði þar sem er von um æti eftir því hvenær ætisvonin er mest. Þetta og aukin lífrænn úrgangur er meðal annars talið geta skýrt gríðarlega fjölgun máva í heiminum síðustu 40 ár.
Skoðun á atferli mávanna sem var gerð sýndi að þeir áttu það til að koma á skólalóðir skömmu áður en frímínútur hæfust og sérstaklega þær frímínútur sem börnin borðuðu yfirleitt nestið sitt utandyra. Um leið og skólabjallan hringdi inn og frímínútunum lauk helltu mávarnir sér yfir skólalóðina og hirtu afganga eða mat sem börnin skildu eftir. Rannsóknin sýndi einnig að um helgar sætu mávarnir um svæði þar sem líklegast væri æti og sniðgengu skólana.
Í rannsókninni var fylgst með hópi máva sem hafa aðsetur í Bristol með GPS-staðsetningartækjum sem komið var fyrir á fuglunum. Niðurstöður rannsóknanna var birt í IBIS, International journal og Avian science.
Auk þess er talið að mávarnir séu orðnir áræðnari þegar kemur að því að stela mat úr höndunum á fólki og jafnvel steikum af grillinu eins og dæmi eru um hér á landi.
Í kjölfar rannsóknanna bárust aðstandendum hennar fjöldi ábendinga víða að í heiminum um svipaða hegðun og að svo virðist sem hegðun mávanna sé orðin ágengari.
Gríðarleg aukning lífræns úrgangs og hæfileiki mávanna til að læra og aðlagast er meðal annars talin vera ástæða þess að mávum hefur fjölgað gríðarlega í heiminum á síðustu áratugum.