Meistaradeild hestaíþrótta áfram á Ingólfshvoli
Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum hefur samið við eigendur Ingólfshvols í Ölfusi um að öll reiðhallarmót deildarinnar verði haldið þar keppnistímabilið 2023.
„Á Ingólfshvoli er hægt að bjóða upp á upphitunarsvæði innandyra sem er tengt keppnissvæðinu og er orðið algjört lykilatriði fyrir bæði hesta og knapa. Skeiðmótið verður síðan haldið á Brávöllum á Selfossi í samstarfi við Sleipni og Skeiðfélagið,“ segir í tilkynningu frá stjórn Meistaradeildarinnar en enn fremur voru tilkynntar dagsetningar keppnanna, sem verða eftirfarandi:
26. janúar - Fjórgangur
9. febrúar - Slaktaumatölt
3. mars - Fimmgangur
23. mars - Gæðingafimi
8. apríl - Gæðingaskeið og 150 m skeið
15. apríl - Tölt og 100 m skeið og lokahátíð.