Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ræktun á vínvið og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfarin ár og er sú grein landbúnaðar sem vex hvað hraðast í landinu.
Ræktun á vínvið og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfarin ár og er sú grein landbúnaðar sem vex hvað hraðast í landinu.
Mynd / theenglishvine.co.uk
Fréttir 18. janúar 2022

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ræktun á vínviði og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfarin ár og er sú grein landbúnaðar sem vex hvað hraðast í landinu um þessar mundir.

Mikil bjartsýni ríkir meðal vínviðarræktenda og vínframleið­enda á Suður-Englandi og til stendur að auka framleiðsluna á næsta ári með því að planta út yfir milljón vínviðarplöntum.

Ber ræktuð í Suður-Englandi þykja góð til vínframleiðslu og hafa meðal annarra franskir vínframleið­endur hoppað á vagninn og hafið ræktun á vínviði Bretlandsmegin við Ermarsund. Í Frakklandi er útlitið aftur á móti ekki eins gott og uppskera á síðasta ári sú minnsta frá árinu 1957. Á það jafnt við um þrúgur, hvort sem þær eru ræktaðar til framleiðslu á hvít-, rauð- eða freyðivíni.

Hlýnun jarðar

Helsta ástæða þess að hægt er að rækta vínvið með góðum árangri í suðurhéruðum Englands er hlýnun jarðar og hækkandi lofthiti í Kent og Wales.

Aukinn lofthiti hefur leitt til þess að yrki sem áður þrifust vel í Frakklandi gera það ekki lengur og nú er svo komið að yrkin þrífast betur í suðurhéruðum Bretlands og jafnvel á Skáni í Svíþjóð. Vegna þess eru vínviðarbændur í Frakklandi norðanverðu farnir að leita að yrkjum sunnar í Evrópu til ræktunar.
Fylgifiskur aukins hita í Frakk­landi eru óværur eins og skordýr og sveppir sem herja á plönturnar og draga úr uppskeru og gæðum vínanna.

Framræktun vínviðaryrkja og betri tækni til að ákvarða sykurinnihald vínþrúga og hvenær best er að tína þær hefur einnig mikið að segja um aukinn árangur Breta við vínframleiðslu.

Breskt freyðivín á markaði frá 2018

Stærstu vínekrur Bretlandseyja í dag eru rúmir 160 hektarar að stærð og kom fyrsta freyðivínið frá þeirri ræktun á markað 2018. Miklar vonir eru bundnar við freyðivínið og að það verði næsti tískudrykkur á Bretlandseyjum og að útflutningur á öðrum vínum aukist. Vínframleiðsla í Bretlandi jókst úr 1,34 milljón flöskum árið 2009 í 1,56 milljón flöskur árið 2018. Í dag selja breskir vínframleiðendur freyðivín til um 30 landa og er talið að í lok þessa áratugar verði léttvínsframleiðsla, hvítt, rautt og freyðandi, í landinu komin í um 20 milljón flöskur á ári./VH

Skylt efni: Bretland vínviður

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...