Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ræktun á vínvið og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfarin ár og er sú grein landbúnaðar sem vex hvað hraðast í landinu.
Ræktun á vínvið og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfarin ár og er sú grein landbúnaðar sem vex hvað hraðast í landinu.
Mynd / theenglishvine.co.uk
Fréttir 18. janúar 2022

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ræktun á vínviði og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfarin ár og er sú grein landbúnaðar sem vex hvað hraðast í landinu um þessar mundir.

Mikil bjartsýni ríkir meðal vínviðarræktenda og vínframleið­enda á Suður-Englandi og til stendur að auka framleiðsluna á næsta ári með því að planta út yfir milljón vínviðarplöntum.

Ber ræktuð í Suður-Englandi þykja góð til vínframleiðslu og hafa meðal annarra franskir vínframleið­endur hoppað á vagninn og hafið ræktun á vínviði Bretlandsmegin við Ermarsund. Í Frakklandi er útlitið aftur á móti ekki eins gott og uppskera á síðasta ári sú minnsta frá árinu 1957. Á það jafnt við um þrúgur, hvort sem þær eru ræktaðar til framleiðslu á hvít-, rauð- eða freyðivíni.

Hlýnun jarðar

Helsta ástæða þess að hægt er að rækta vínvið með góðum árangri í suðurhéruðum Englands er hlýnun jarðar og hækkandi lofthiti í Kent og Wales.

Aukinn lofthiti hefur leitt til þess að yrki sem áður þrifust vel í Frakklandi gera það ekki lengur og nú er svo komið að yrkin þrífast betur í suðurhéruðum Bretlands og jafnvel á Skáni í Svíþjóð. Vegna þess eru vínviðarbændur í Frakklandi norðanverðu farnir að leita að yrkjum sunnar í Evrópu til ræktunar.
Fylgifiskur aukins hita í Frakk­landi eru óværur eins og skordýr og sveppir sem herja á plönturnar og draga úr uppskeru og gæðum vínanna.

Framræktun vínviðaryrkja og betri tækni til að ákvarða sykurinnihald vínþrúga og hvenær best er að tína þær hefur einnig mikið að segja um aukinn árangur Breta við vínframleiðslu.

Breskt freyðivín á markaði frá 2018

Stærstu vínekrur Bretlandseyja í dag eru rúmir 160 hektarar að stærð og kom fyrsta freyðivínið frá þeirri ræktun á markað 2018. Miklar vonir eru bundnar við freyðivínið og að það verði næsti tískudrykkur á Bretlandseyjum og að útflutningur á öðrum vínum aukist. Vínframleiðsla í Bretlandi jókst úr 1,34 milljón flöskum árið 2009 í 1,56 milljón flöskur árið 2018. Í dag selja breskir vínframleiðendur freyðivín til um 30 landa og er talið að í lok þessa áratugar verði léttvínsframleiðsla, hvítt, rautt og freyðandi, í landinu komin í um 20 milljón flöskur á ári./VH

Skylt efni: Bretland vínviður

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...