Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ölnir frá Akranesi er hæst dæmda útflutta hross það sem af er árinu.
Ölnir frá Akranesi er hæst dæmda útflutta hross það sem af er árinu.
Fréttir 13. október 2021

Mikill útflutningur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Það horfir í metútflutningsár á hrossum. Það sem af er ári hafa 2.216 hross yfirgefið landið, 232 stóðhestar, 991 hryssa og 993 geldingar. Árið 2020 voru 2.324 hross flutt út og taldist það besta útflutningsár síðan árið 1997. Af þeim 2.216 hrossum sem hafa farið utan í ár eru 98 þeirra fyrstu verðlauna hross.


Hæst dæmdur er stóðhesturinn Ölnir frá Akranesi sem hlaut 8,82 í aðaleinkunn á Landsmóti hestamanna 2016 þegar hann var hæst dæmda kynbótahross mótsins. Í fyrra hlaut hann fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og skilur því eftir sig töluverðan fjölda af gæðahrossum. Ölnir fór til Noregs í mars.


Af öðrum háttdæmdum útfluttum stóðhestum á þessu ári má nefna Eldjárn frá Skipaskaga (8,72), Nátthrafn frá Varmalæk (8,72), Arthúr frá Baldurshaga (8,69), Fenri frá Feti (8,57) og Landsmótssigurvegarana Óm frá Kvistum (8,61) og Fróða frá Staðartungu (8,59). Hæst dæmdu hryssurnar á lista útfluttra hrossa eru Ör og Fluga, báðar frá Mið-Fossum.


Útfluttu hrossin hafa farið til 19 landa. Eins og fyrri ár fara langflest til Þýskalands, þangað hafa farið 937 hross hingað til, 361 til Danmerkur, 332 til Svíþjóðar, 110 til Austurríkis og 101 til Sviss. Eitt fór til Kanada, 74 til Bandaríkjanna, tvö til Ungverjalands, tvö til Ítalíu, fjögur til Rúmeníu og sautján til Færeyja svo dæmi sé tekið.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...