Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps leggur áherslu á að framlög verði aukin til viðhalds á vegakerfinu. Ástand Bíldudalsvegar er svo slæmt að hann er talinn ónýtur.
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps leggur áherslu á að framlög verði aukin til viðhalds á vegakerfinu. Ástand Bíldudalsvegar er svo slæmt að hann er talinn ónýtur.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. janúar 2020

Mikilvægt að bæta samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Sveitarstjórn Tálknafjarðar­hrepps leggur áherslu á mikilvægi þess að auka framlög til viðhalds á vegakerfinu til að mæta brýnni þörf á styrkingum, endurbótum og viðhaldi á bundnu slitlagi á vegum.

Þetta kemur fram í umsögn með tillögu þingsályktunar vegna samgönguáætlunar fyrir næstu fimm ár sem og tillögu til þings­ályktunar um samgönguáætlun sem nær til ársins 2034. Hvað þá lengri varðar telur sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps mikilvægt að bæta samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum með gerð jarðgangna.

Bíldudalsvegur talinn ónýtur

Umsögnin er birt í fundargerð frá síðasta fundi sveitarstjórnar og þar kemur fram að sérstaklega sé brýnt að tryggja viðhaldsfé í vegi á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem úttekt Vegagerðarinnar á klæðningum á Vestfjörðum í júní 2019 sýndi fram á að ástand Bíldudalsvegar er svo slæmt að hann er talinn ónýtur og þarfnast endurbyggingar og styrkingar.

Einnig tekur sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps undir áherslur bæjarstjórnar Vesturbyggðar í bókun þeirra frá því í desember síðastliðum varðandi framkvæmdir á Bíldudalsvegi, að þær verði færðar á 1. tímabil áætlunarinnar og fari fram samhliða framkvæmdum á Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði.

Vegurinn um Mikladal er úr sér genginn

Jafnframt ítrekar sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps ályktun frá 4. haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldið var á liðnu hausti, en þar var ályktað um mikilvægi þess að gert væri ráð fyrir frekari jarðgangakostum á Vestfjörðum með áherslu á sunnan­verða Vestfirði.

„Vegurinn um Mikladal er löngu orðinn úr sér genginn og mikilvægt að þar verði farið í jarðgangagerð sem fyrst til að tryggja öruggar samgöngur milli samfélaga á sunnanverðum Vestfjörðum auk jarðganga undir Hálfdán og Kleifa­heiði,“ segir í bókun sveitar­stjórnar Tálknafjarðarhrepps.

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps ítrekar einnig mikilvægi þess að fjármagn í hafnarbætur verði tryggt og aukið enn frekar frá því sem nú er þar sem ljóst er að hafnaframkvæmdir og endurbætur á höfnum eru víða orðnar mjög aðkallandi og fjárþörf til þeirra orðin mikil.

Skylt efni: Vegamál | Vegagerð | Vestfirðir

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...