Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Milljón sumarblóm
Fréttir 30. apríl 2015

Milljón sumarblóm

Höfundur: Vilmundur Hansen

Framleiðsla á sumarblómum er um milljón plöntur á ári. Innflutningur á sumarblómum var talsverður fyrir nokkrum árum en hann hefur dregist saman og er lítill í dag. Sala á forræktuðum kálplöntum eykst jafnt og þétt.

„Garðyrkjustöðvar á Íslandi sem framleiða sumarblóm í einhverju magni eru um tíu og þar af eru fimm sem eru stórframleiðendur á íslenskan mælikvarða,“ segir Ingibjörg Sigmundsdóttir hjá Garðyrkjustöð Ingibjargar í Hveragerði. „Auk þess sem sum sveitar- og bæjarfélög framleiða eitthvað af sumarblómum á eigin vegum. Fljótt á litið myndi ég ætla að framleiðslan hér á landi væri um milljón sumarblóm á ári.“

Dregið úr innflutningi

Með sumarblómum er hér átt við minni plöntur eins og stjúpur, fjólur, flauelsblóm, skrautnálar, morgunfrú, fagurfíflar og nokkrar aðrar tegundir. Ingibjörg segir að af sumarblómum sé langmest framleitt af stjúpum og fjólum og að þær séu um 40% framleiðslunnar.

Fyrir nokkrum árum var flutt inn talsvert af sumarblómum en innflutningurinn á þeim hefur dregist mikið saman.

Ásgeir Bachmann, framkvæmda­stjóri Bauhaus á Íslandi, segir að á síðasta ári hafi fyrirtækið flutt inn talsvert af plöntum. „Af því er eitthvað, en óverulegt magn, af sumarblómum sem við flytjum inn frá Danmerkurdeild Gasa. Ég geri ráð fyrir að magnið verði svipað eða aðeins meira fyrir komandi sumar.

Bauhaus selur einnig talsvert af íslenskum sumarblómum og við höfum fullan hug á að auka söluna á blómum sem eru framleidd á Íslandi í framtíðinni.“

Eins og hálfs mánaðar sölutímabil

Algengt útsöluverð á sumarblómum í fyrra var 120 til 150 krónur en tilboð eru algeng meðan á sölutímabilinu stendur og því verðið oft talsvert lægra. Sölutímabil sumarblóma er stutt,eða frá miðjum maí og út júní, og veltan á þeim markaði því mikil á stuttum tíma.

Tískulitir eins og í fötum

„Vinsælustu litirnir á blómum fylgja mikið fatatískunni þannig að sumarblóm sem eru í litum sem einkenna fatatískuna seljast oft fyrr en blóm í öðrum litum. Bláar og hvítar stjúpur eru reyndar alltaf vinsælar og seljast vel en svo hafa komið tímabil þar sem appelsínugular hafa verið vinsælastar.“

Kálplöntur sækja í sig veðrið

Eftirspurn eftir forræktuðum kálplöntum hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, að sögn Ingibjargar. „Forræktaðar matjurtir hafa verið að sækja í sig veðrið og ég gæti trúað að í heildina værum við að framleiða milli 100 og 150 þúsund slíkar á þessu ári.“

Innlendar plöntur harðgerðari

Ingibjörg segir ekki nokkurn vafa leika á því að sumarblóm sem ræktuð eru á Íslandi sé harðgerðari og betri en innfluttar plöntur. „Plönturnar eru aldar upp til að þola íslenskar aðstæður og harðgerðari fyrir vikið. Stjúpur og fjólur voru til dæmis komnar út í herðingu hjá mér fyrir mánuði og fyrir vikið þola þær íslenska veðráttu mun betur en innflutt sumarblóm. 

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f