Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skemmd grös í kartöflugarði í Þykkvabæ.
Skemmd grös í kartöflugarði í Þykkvabæ.
Fréttir 16. ágúst 2017

Mismiklar skemmdir á görðum í Þykkvabæ

Höfundur: Vilmundur Hansen

Markús Ársælsson kartöflubóndi í Hákoti í Þykkvabæ segir að nánast allir kartöflugarðar í Þykkvabæ hafa orðið fyrir skemmdum, en mismiklum, í næturfrosti um síðustu helgi.

„Ég rækta kartöflur á 18 til 20 hekturum og það sjást skemmdir á öllum görðunum en mismiklar.

Þar sem skemmdirnar eru verstar dregur úr sprettu en þar sem skemmdirnar eru minnstar munu þær ekki hafa nein áhrif.“

Að sögn Markúsar er það sem skiptir mestu máli núna er að það komi ekki aftur frost á grösin. „Gerist það aftur verða grösin fyrir miklu meira áfalli og þá erum við að tala um mikið tjón.

Það er ekki nema miður ágúst núna og ef ekkert gerist frá í september er tjónið ekki svo mikið og við í þokkalegum málum. Útlitið er ekki gott fyrir næstu helgi og ef himininn heldur áfram að vera skafheiðríkur eins og hann er núna er töluverð hætta á næturfrosti. Hver dagur er því dýrmætur fyrir okkur hvað uppskeruna varðar.“

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...