Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skemmd grös í kartöflugarði í Þykkvabæ.
Skemmd grös í kartöflugarði í Þykkvabæ.
Fréttir 16. ágúst 2017

Mismiklar skemmdir á görðum í Þykkvabæ

Höfundur: Vilmundur Hansen

Markús Ársælsson kartöflubóndi í Hákoti í Þykkvabæ segir að nánast allir kartöflugarðar í Þykkvabæ hafa orðið fyrir skemmdum, en mismiklum, í næturfrosti um síðustu helgi.

„Ég rækta kartöflur á 18 til 20 hekturum og það sjást skemmdir á öllum görðunum en mismiklar.

Þar sem skemmdirnar eru verstar dregur úr sprettu en þar sem skemmdirnar eru minnstar munu þær ekki hafa nein áhrif.“

Að sögn Markúsar er það sem skiptir mestu máli núna er að það komi ekki aftur frost á grösin. „Gerist það aftur verða grösin fyrir miklu meira áfalli og þá erum við að tala um mikið tjón.

Það er ekki nema miður ágúst núna og ef ekkert gerist frá í september er tjónið ekki svo mikið og við í þokkalegum málum. Útlitið er ekki gott fyrir næstu helgi og ef himininn heldur áfram að vera skafheiðríkur eins og hann er núna er töluverð hætta á næturfrosti. Hver dagur er því dýrmætur fyrir okkur hvað uppskeruna varðar.“

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...