Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Dreifing á brennisteinsvetni frá eldgosinu í Holuhrauni.
Dreifing á brennisteinsvetni frá eldgosinu í Holuhrauni.
Mynd / Veðurstofa Íslands
Fréttir 26. mars 2015

Mörgum spurningum enn ósvarað um áhrif eldgossins

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Á mánudag var haldið málþing í Bændahöllinni um áhrif eldgossins í Holuhrauni á gróður og lífríki. Mörg áhugaverð erindi voru flutt á málþinginu sem lýstu þeim rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið og eru fyrirhugaðar. 
 
Gerður Stefánsdóttir hjá Veðurstofu Íslands ræddi áhrif gossins í sínu erindi. Kom fram að Veðurstofan sinnti viðamikilli vöktun á gosinu allan gostímann og hófst sú vöktun reyndar vel fyrir gos. Var Veðurstofan þar í lykilhlutverki varðandi viðbragðsáætlun ásamt Almannavörnum. Byggt var á margvíslegum rannsóknum, eins og flugi, rannsóknum á staðnum, rauntímamælingum á gastegundum, sýrustigi í úrkomu, ákomu flúors og brennisteinsdreifingu gosefna og fleira. 
 
Áhrif súrnunar í ám og vötnum
 
Halla Margrét Jóhannesdóttir hjá Veiðimálastofnun ræddi áhrif súrnunar á lífríki í ám og vötnum. Í erindi hennar kom fram að viðkvæmustu vatnavistkerfin eru yfirleitt á gömlu bergi þar sem lítið er um jarðveg og gróður. Slíkt berg er helst að finna á Vestfjörðum og einnig á Austfjörðum sem liggja nærri gosstöðvunum. Á ungum berggrunni, næst gosbeltinu, eru vatnavistkerfi í minnstri hættu. Þar er sýrustig náttúrlega hærra og basavirkni meiri þannig að sýrustig lækkar síður. Þrátt fyrir að vötn sem eru næst gossvæðinu ættu að vera síður viðkvæm gerir loftborna mengunin illmögulegt að vita hvar þetta kemur niður.
 
Súrnun getur haft áhrif á vatnalífverur í öllum þrepum fæðukeðjunnar. Sé mikið af uppleystu lífrænt kolefni til staðar í vatni virðist það þó geta haft afeitrunaráhrif fyrir lífverur þegar kemur að áli og öðrum málmum á jónaformi.
 
Þar sem súrnun getur breytt tegundasamsetningu, þéttleika og næringargildi í vatnagróðri, hryggleysingjum og fiskum getur það haft áhrif á viðkomu vatnafugla sem treysta á þessa fæðu.
 
Reikna má með staðbundnum breytingum á gróðri
 
Í erindi Sigurðar H. Magnússonar, Erlings Ólafssonar og Kristins Hauks Skarphéðinssonar hjá Náttúrufræðistofnun, kom m.a. fram að eldgosið hafi að mörgu leyti verið mjög sérstakt. Það framkallaði ekkert öskufall, en einkenndist af miklu hraunrennsli og mikilli loftmengun. Það eru einkum gastegundir sem upp komu í gosinu sem menn hafa áhyggjur af að geti valdið skaða í lífríkinu. Þar er um að ræða mengun af völdum brennisteinsdíoxíns, brennisteinsvetnis, koldíoxíðs og kolmónoxíðs. Staðsetning gossins reyndist þó vera afar heppileg á margan hátt, langt frá byggð og á mjög gróðurlitlu svæði. Þá var gosið líka á heppilegum árstíma ef svo má að orði komast, því það hófst 31. ágúst í lok vaxtartímaplantna og lauk 27. febrúar en vaxtartími plantna hefst yfirleitt ekki fyrr en um 15. maí.  Áhyggjur vísindamanna beinist nú helst að mögulegri uppsöfnun eiturefna í snjó í kringum gossvæðið sem gæti haft áhrif á gróður og lífríki vatna þegar snjóa leysir. 
 
Í nágrenni  Holuhrauns er ekki mikið beitarland nema þá helst fyrir hreindýr. Reikna má þó með einhverjum  staðbundnum breytingum á gróðri vegna eldgossins. Hinsvegar er spurning sett við áhrif á önnur spendýr eins og ref, mink og mýs. Í erindinu kom fram að fréttir hafa borist af músadauða við Holuhraun og eins  við Fornustekka nærri Höfn í Hornafirði og við Hlíð í Lónsvík. Afar litlar rannsóknir eru fyrirliggjandi um áhrif gosmengunar á fugla. Lungu fugla gera þeim kleift að taka upp tvisvar sinnum meira af lofti en flest spendýr og því eru þeir viðkvæmari fyrir loftmengun. Þess vegna hafa kanarífuglar oft verið notaðir í kolanámum í gegnum tíðina til að vara menn við gasmengun. Óljósar fregnir eru þó um fugladauða við Holuhraun. Auðnutittlingar fundust dauðir á Hrafnkelsdal eftir mikinn mengunardag – að öðru leyti eru engar vísbendingar um fugladauða. Fuglalíf er nánast ekkert í umhverfi Holuhrauns en væntanleg umferð farfugla  er á tímabilinu júlí til október og í apríl og maí.
 
Þá kom fram í erindinu að Ísland hefur tekið þátt í alþjóðlegu vöktunarverkefni frá 1990 um áhrif loftmengunar á mosa. Byggist það á mælingum  á styrk þungmálma í mosa. Það verkefni gerir þó aðeins ráð fyrir sýnatöku á fimm ára fresti. Eftir Eyjafjallajökulsgosið 2010 mældust skemmdir á mosa á allstóru svæði á sunnanverðu landinu.
 
Margþætt áhrif á trjágróður bæði til góðs og ills
 
Edda Sigurdís Oddsdóttir, Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá, flutti einnig erindi á málþinginu um áhrif eldgoss á skógrækt. Kom fram að hægt er að bera saman skógvaxtarmælingar fyrir og eftir gos til að meta áhrifin. Þess má geta að aukinn styrkur sumra mengandi lofttegunda eins og koltvísýrings hefur vaxtahvetjandi áhrif á tré. Hins vegar dregur brennisteinsvetni úr trjávexti svo samspilið getur verið flókið. 

3 myndir:

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...