Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nautakjötseldi og manndráp
Fréttir 31. mars 2020

Nautakjötseldi og manndráp

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir benda til að JBS og Marfrig, sem eru með stærstu kjötvinnslum í heimi, hafi tengsl við eigendur á landi þar sem innfæddir íbúar hafa verið myrtir eða þvingaðir til að yfirgefa til að ryðja skóga og auka nautgriparækt.

Morðin sem um ræðir eru sögð með þeim grimmilegustu í Amasón í mörg ár og áttu sér stað 19. apríl 2017. Níu manns voru drepnir og fundust lík þeirra illa útleikin í skóglendi skammt frá heimili þeirra og sýndu sum greinileg merki um pyntingar.

Talið er að gengi sem kallast Hinir huldu hafi drepið mennina en gengið er þekkt fyrir að reyna að ná yfirráðum á landi með valdi og þvinga innfædda til að yfirgefa heimili sín svo hægt sé að taka landið til nautgriparæktar, skógarhöggs  eða námuvinnslu.

Skjöl sýna að stórar kjötvinnslur, eins og JBS og Marfrig, hafa keypt gripi af landi sem innfæddir hafa verið þvingaðir til að yfirgefa á undanförnum árum og hefur verið nýtt til nautgripaeldis. Einnig eru dæmi um að skógar á náttúruverndarsvæðum séu ruddir til að ala nautgripi. Gripirnir eru síðan seldir til „löglegra“ nautgripabænda og þaðan til afurðastöðva til að hylja ræktunarsögu þeirra.

Bæði JBS og Marfrig hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem fyrirtækin segjast ekki styðja eldi né kaupa gripi sem aldir eru á friðlandi eða svæðum þar sem slíkt er ólöglegt. Fyrirtækin hafa bæði verið sektuð fyrir brot á samningnum á undanförnum árum. 

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...