Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nautakjötseldi og manndráp
Fréttir 31. mars 2020

Nautakjötseldi og manndráp

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir benda til að JBS og Marfrig, sem eru með stærstu kjötvinnslum í heimi, hafi tengsl við eigendur á landi þar sem innfæddir íbúar hafa verið myrtir eða þvingaðir til að yfirgefa til að ryðja skóga og auka nautgriparækt.

Morðin sem um ræðir eru sögð með þeim grimmilegustu í Amasón í mörg ár og áttu sér stað 19. apríl 2017. Níu manns voru drepnir og fundust lík þeirra illa útleikin í skóglendi skammt frá heimili þeirra og sýndu sum greinileg merki um pyntingar.

Talið er að gengi sem kallast Hinir huldu hafi drepið mennina en gengið er þekkt fyrir að reyna að ná yfirráðum á landi með valdi og þvinga innfædda til að yfirgefa heimili sín svo hægt sé að taka landið til nautgriparæktar, skógarhöggs  eða námuvinnslu.

Skjöl sýna að stórar kjötvinnslur, eins og JBS og Marfrig, hafa keypt gripi af landi sem innfæddir hafa verið þvingaðir til að yfirgefa á undanförnum árum og hefur verið nýtt til nautgripaeldis. Einnig eru dæmi um að skógar á náttúruverndarsvæðum séu ruddir til að ala nautgripi. Gripirnir eru síðan seldir til „löglegra“ nautgripabænda og þaðan til afurðastöðva til að hylja ræktunarsögu þeirra.

Bæði JBS og Marfrig hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem fyrirtækin segjast ekki styðja eldi né kaupa gripi sem aldir eru á friðlandi eða svæðum þar sem slíkt er ólöglegt. Fyrirtækin hafa bæði verið sektuð fyrir brot á samningnum á undanförnum árum. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...