Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nautakjötseldi og manndráp
Fréttir 31. mars 2020

Nautakjötseldi og manndráp

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir benda til að JBS og Marfrig, sem eru með stærstu kjötvinnslum í heimi, hafi tengsl við eigendur á landi þar sem innfæddir íbúar hafa verið myrtir eða þvingaðir til að yfirgefa til að ryðja skóga og auka nautgriparækt.

Morðin sem um ræðir eru sögð með þeim grimmilegustu í Amasón í mörg ár og áttu sér stað 19. apríl 2017. Níu manns voru drepnir og fundust lík þeirra illa útleikin í skóglendi skammt frá heimili þeirra og sýndu sum greinileg merki um pyntingar.

Talið er að gengi sem kallast Hinir huldu hafi drepið mennina en gengið er þekkt fyrir að reyna að ná yfirráðum á landi með valdi og þvinga innfædda til að yfirgefa heimili sín svo hægt sé að taka landið til nautgriparæktar, skógarhöggs  eða námuvinnslu.

Skjöl sýna að stórar kjötvinnslur, eins og JBS og Marfrig, hafa keypt gripi af landi sem innfæddir hafa verið þvingaðir til að yfirgefa á undanförnum árum og hefur verið nýtt til nautgripaeldis. Einnig eru dæmi um að skógar á náttúruverndarsvæðum séu ruddir til að ala nautgripi. Gripirnir eru síðan seldir til „löglegra“ nautgripabænda og þaðan til afurðastöðva til að hylja ræktunarsögu þeirra.

Bæði JBS og Marfrig hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem fyrirtækin segjast ekki styðja eldi né kaupa gripi sem aldir eru á friðlandi eða svæðum þar sem slíkt er ólöglegt. Fyrirtækin hafa bæði verið sektuð fyrir brot á samningnum á undanförnum árum. 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...