Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fjós úr timbri, en í ár hafa þeir bændur sem byggja ný fjós eða byggja við fjós úr timbri fengið aukastyrk. Það hefur verið vinsælt og hafa 140 verkefni verið styrkt. Það að byggja úr timbri er eitt af fjölmörgum aðgerðum til úrbóta í umhverfis- og loftslagsmálum og með því leggur landbúnaðurinn sitt af mörkum í þeim efnum ásamt því að margir vilja meina að velferð dýra í slíkum fjósum sé meiri.
Fjós úr timbri, en í ár hafa þeir bændur sem byggja ný fjós eða byggja við fjós úr timbri fengið aukastyrk. Það hefur verið vinsælt og hafa 140 verkefni verið styrkt. Það að byggja úr timbri er eitt af fjölmörgum aðgerðum til úrbóta í umhverfis- og loftslagsmálum og með því leggur landbúnaðurinn sitt af mörkum í þeim efnum ásamt því að margir vilja meina að velferð dýra í slíkum fjósum sé meiri.
Mynd / Fjøssystemer AS
Fréttir 8. janúar 2021

Norðmenn efla nýsköpun og frumkvöðla um allt land

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Hjá norsku Nýsköpunarmiðstöðinni Innovasjon Norge eru ýmsir valkostir í boði fyrir bændur og fyrirtæki tengd landbúnaði en á þessu ári hefur verið metár í fjölda umsókna til stofnunarinnar. Sigríður Þormóðsdóttir er yfirmaður nýsköpunar í lífhagkerfi hjá stofnuninni en undir það heyrir  landbúnaður, sjávarútvegur og skógrækt.

Það má segja að Innovasjon Norge sé sambland af meðal annars Tækniþróunarsjóði, Íslands-stofu, Byggðastofnun og Nýsköpunarmiðstöð Íslands þar sem árlega eru veittir þúsundir styrkja og lána um allan Noreg til að efla atvinnulíf bæði innanlands og utan fyrir norsk fyrirtæki sem hyggja á útflutning. 

„Það sem fellur undir styrk-veitingar hjá stofnuninni þegar kemur að landbúnaði eru ýmiss konar fjárfestingar á sveitabæjum, meðal annars uppbygging á útihúsum, kaup á húsnæði eða til viðbótarlandsvæðis. Forsendur láns og styrkveitingar er að fjárfestingin skili sér í meiri arðsemi og betri búrekstri. Einnig ná styrkir til bænda sem hafa hug á að bæta við reksturinn með aukabúgrein á búum sínum. Á síðasta ári voru tæplega 1.200 verkefni af öllum stærðargráðum í landbúnaði styrkt fyrir rúmar 765 milljónir norskra króna,“ útskýrir Sigríður. 

Nýsköpun í norskri ostagerð, „Gangstad gård-systeri“.  Mynd / Erik Bye

Allt undir einum hatti

Innovasjon Norge er með starfsstöðvar í öllum fylkjum Noregs en stofnunin er ríkisrekin og sett saman af ráðgjöf, lánastarfsemi og styrkjakerfi. 

„Eignarhaldið á Innovasjon Norge er 51% iðnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið og 49% fylkin. Stærsti hluti þess fjármagns sem fylkin nota til eflingar atvinnulífs leggja þeir inn hjá Fylkisskrifstofu Innovasjon Norge. Það er hagræðing í að nýta stofnunina og um leið er tryggt að sams konar reglur og ferlar gildi um umsóknir og styrkveitingar um land allt. Allir viðskiptavinir Innovasjon Norge, hvar sem er á landinu, geta fengið sams konar ráðgjöf, styrki og lán. Við sjáum að þarfir atvinnulífsins og fyrirtækjanna er oft samansett og þess vegna er mjög algengt að veitt er bæði ráðgjöf og fjármagn í formi láns og/eða styrks. Þetta er sérstaklega í stærri rannsóknar- og þróunarverkefnum þar sem þörf er á að gera langtímaplön þ.m.t. fjárfestingarplan. Með stórum verkefnum erum við að tala um verkefni í stærðargráðunni 50-100 milljónir norskra króna, sem er yfirleitt ekki meira en 50% af heildarverði verkefnisins. Við erum með samstarfsmenn úti um allt land og þeir peningar sem fara í nýsköpun út til fylkjanna koma frá okkur. Þetta er gert til að hafa gagnsæi og sömu reglur en einnig til þess að ekki sé verið að styrkja sömu verkefni um allt land og að fólki sé ekki mismunað,“ útskýrir Sigríður og segir jafnframt: 

„Þekking á markaði og sam-keppni er mikilvæg við þróun og nýsköpun alveg frá upphafi. Í því sambandi er mikilvægt að hugsa út fyrir fylkismörk og landamæri. Við leggjum mikla áherslu á að umsækjendur hafi góða þekkingu á að varan eða þjónustan sem á að þróa sé samkeppnishæf og skili sér í aukinni arðsemi og samkeppnishæfni fyrirtækjanna. Við erum upptekin af að í þróunarvinnunni og þegar við styrkjum til dæmis stór verkefniverkefni þá er mikilvægt að fyrirtækin meti markaðsmöguleika sína í alþjóðasamhengi. Fyrir stóra, þunga styrki þarf markaðurinn að ná út fyrir landsteinana. Oft er þetta samansett lán og styrkir en við getum farið upp í verkefni sem er styrkt og lánað fyrir allt að 70 milljónum norskra króna. Styrkurinn í þessu er að hafa þetta allt undir einum hatti. Þegar fyrirtækin þurfa að hugsa um langtímafjárfestingar þá er blandað saman styrkjum og lánum til að klára hlutina. Ef maður ætlar að koma á framfæri þekkingu í rannsóknar- og þróunarverkefnum verður að vera möguleiki á að fá fjármagn til að geta gert langtímaáætlanir.“ 

Styrkir og lán í landbúnaði

Starfsfólk Innovasjon Norge eiga í góðu samstarfi við norsku Ráðgjafarmiðstöðina í öllum fylkjum landsins því ráðunautar innan þeirra vébanda eru mikilvægir til að miðla fagþekkingu bæði til bóndans og til Innovasjon Norge. 

„Við styrkjum mikið í sjávarútvegi en þegar kemur að landbúnaði, leggur ríkið til fjármagn í gegnum árlega búvörusamninga, til að styrkja nýsköpun og þróun í landbúnaði.  Það er síðan Innovasjon Norge í gegnum sínar skrifstofur úti í fylkjunum sem deila út styrkjunum. „Styrkirnir sem standa til boða í landbúnaði geta bæði verið vegna fjárfestinga en líka vegna til dæmis framleiðslu á svæðisbundnum matvælum, ferðaþjónustu á búum, endurhæfingu á búum fyrir fatlaða og svo framvegis. Einnig eru veittir styrkir til kynslóðaskipta. Flestöll minni verkefnin eru styrkt og þarf ekki að sækja um lán fyrir. Nú erum við til dæmis í þeirri stöðu að leiðbeina minkabændum sem verða að hætta í þeim búskap um hvað þeir geta byrjað með í staðinn. Þar að auki hafa aðilar í landbúnaði möguleika á að sækja um annað fyrir utan þá peninga sem eyrnamerktir eru í búvörusamningum. Þá er bæði hægt að sækja um styrki og lán í tengslum við fjárfestingar sem er mest þegar verið er að byggja upp nýjar virðiskeðjur í tengslum við framleiðslu eða ræktun Það snýr þá jafnan að samstarfi milli iðnaðar og frumframleiðslu og til dæmis fullnýtingu á aukaafurðum.“ 

Sigríður Þormóðsdóttir er yfirmaður nýsköpunar í lífhagkerfi hjá
norsku Nýsköpunarmiðstöðinni Innovasjon Norge en undir það
heyrir  landbúnaður, sjávarútvegur og skógrækt. Í ár er met í
fjölda umsókna til stofnunarinnar.
Mynd / Astrid Waller

Skylt efni: norsk nýsköpun

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...