Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frøydis Haugen, bóndi og vara­formaður í norsku Bænda­sam­tökunum.
Frøydis Haugen, bóndi og vara­formaður í norsku Bænda­sam­tökunum.
Mynd / Norges Bondelag
Fréttir 15. nóvember 2017

Norskir bændur í fóðurkreppu

Höfundur: ehg / BT
Vegna fóðurkreppu í Norður-Hörðalandi í Noregi neyðast nú bændur til að slátra hluta af bústofninum.
 
Þetta kemur til vegna veðráttu í sumar og lélegrar uppskeru í kjölfar þess. Margir bændur hafa ekki komist út á tún sín vegna vætu og því ekkert náð að slá í sumar. Björgunaraðgerðir fyrir veturinn hafa falist í því að kaupa fóðurbirgðir frá Óslóarsvæðinu og í Svíþjóð. 
 
Margir bændur á svæðinu tapa því miklum fjármunum á versta fóðurtímabili í manna minnum, sumir segja að leita verði aftur til ársins 1964 til að sjá viðlíka ástand og er nú. Það eru helst mjólkurbændur sem hafa sent hluta af gripum sínum til slátrunar en flestir sauðfjárbænda ætla að reyna að komast í gegnum tímabilið án þess. Ástæðan fyrir því að bændur á þessu svæði koma sérstaklega illa út er að mikið er um mýrar í jarðveginum og því tekur það lengri tíma fyrir landið að jafna sig eftir miklar rigningar. 
 
Frøydis Haugen, bóndi á svæðinu og varaformaður í norsku Bændasamtökunum, segir í samtali við Bergens Tidende að í ár sé sannkallaður uppskerubrestur víða hjá norskum bændum og á það ekki aðeins við um landsvæðið sem hún býr á. Vitnar hún í votviðrasamt sumar á fleiri stöðum í Noregi og sums staðar hafa bændur komið illa út úr flóðum. Hún hvetur því bændur til að standa þétt saman og að vera duglega til að leita sér upplýsinga og ráðgjafar. 
Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...