Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frøydis Haugen, bóndi og vara­formaður í norsku Bænda­sam­tökunum.
Frøydis Haugen, bóndi og vara­formaður í norsku Bænda­sam­tökunum.
Mynd / Norges Bondelag
Fréttir 15. nóvember 2017

Norskir bændur í fóðurkreppu

Höfundur: ehg / BT
Vegna fóðurkreppu í Norður-Hörðalandi í Noregi neyðast nú bændur til að slátra hluta af bústofninum.
 
Þetta kemur til vegna veðráttu í sumar og lélegrar uppskeru í kjölfar þess. Margir bændur hafa ekki komist út á tún sín vegna vætu og því ekkert náð að slá í sumar. Björgunaraðgerðir fyrir veturinn hafa falist í því að kaupa fóðurbirgðir frá Óslóarsvæðinu og í Svíþjóð. 
 
Margir bændur á svæðinu tapa því miklum fjármunum á versta fóðurtímabili í manna minnum, sumir segja að leita verði aftur til ársins 1964 til að sjá viðlíka ástand og er nú. Það eru helst mjólkurbændur sem hafa sent hluta af gripum sínum til slátrunar en flestir sauðfjárbænda ætla að reyna að komast í gegnum tímabilið án þess. Ástæðan fyrir því að bændur á þessu svæði koma sérstaklega illa út er að mikið er um mýrar í jarðveginum og því tekur það lengri tíma fyrir landið að jafna sig eftir miklar rigningar. 
 
Frøydis Haugen, bóndi á svæðinu og varaformaður í norsku Bændasamtökunum, segir í samtali við Bergens Tidende að í ár sé sannkallaður uppskerubrestur víða hjá norskum bændum og á það ekki aðeins við um landsvæðið sem hún býr á. Vitnar hún í votviðrasamt sumar á fleiri stöðum í Noregi og sums staðar hafa bændur komið illa út úr flóðum. Hún hvetur því bændur til að standa þétt saman og að vera duglega til að leita sér upplýsinga og ráðgjafar. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...