Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Nýtt hesthús rís í hesthúsahverfinu Fossagerði við Egilsstaði.
Nýtt hesthús rís í hesthúsahverfinu Fossagerði við Egilsstaði.
Mynd / Austurfréttir
Fréttir 29. nóvember 2019

Ný hesthús í byggingu fyrir austan

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Það er nokkuð líflegt í hesthúsa­hverfinu í Fossagerði við Egils­staði, þar er nú verið að reisa hesthús, en ekki hefur verið byggt hestahús á svæðinu síðan árið 2012. Í Fossagerði eru fyrir þrjú stór félagshús sem hestamenn fluttu í eftir að hesthúsin á svo­nefndum „Truntubökkum“ við Eyvindará voru aflögð. Frá þessu er sagt á vefmiðlinum Austurfrétt.
 
Hallgrímur Anton Frímannsson byggir nýja hesthúsið í Fossgerði, en það er frá Límtré Vírnet, 140 m2 og er teiknað sem 10 hesta hús. Stefnir hann á að taka hesta inn í nýja húsið fyrir þorra, þó svo að líkur séu á að húsið verði ekki fullbúið. Annað hesthús er á teikniborðinu í Fossgerði, en Guðmar Ragnar Stefánsson, sem á og rekur fyrirtækið Brúarsmiðir, hefur fengið lóð við hlið Hallgríms. Það hús verður væntanlega flutt inn af honum sjálfum, en hann hefur um nokkurt skeið flutt inn stálgrindahús frá Kína, þar af nokkur sem hýsa hross.
 
Fram kemur hjá Austurfrétt að hesthús rísi víðar en í Fossagerði, ábúendur á Stormi á Völlum, Einar Ben Þorsteinsson og Melanie Hallbac reistu hesthús á jörð sinni fyrir ári. Á Útnyrðingsstöðum á Völlum hafa þau Stefán Sveinsson og Daniela Gscheidel, hrossa- og ferðaþjónustubændur, reist 480 m2 reiðhöll, sem er fullbúin og komin í notkun. Þá eru tvö ný hesthús á Reyðarfirði, annað enn í byggingu. 

Skylt efni: hesthús

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...