Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jóna Björg Hlöðversdóttir, formaður Samtaka ungra bænda, fagnar tíu ára afmæli samtakanna meðal annars með málþingi.
Jóna Björg Hlöðversdóttir, formaður Samtaka ungra bænda, fagnar tíu ára afmæli samtakanna meðal annars með málþingi.
Mynd / Gígja Hólmgeirsdóttir
Fréttir 14. október 2019

Nýliðunarstyrkurinn var eitt af helstu baráttumálunum

Höfundur: smh

Samtök ungra bænda fagna tíu ára afmæli um þessar mundir og ætla þau að halda afmælis­hátíð föstudaginn 25. október næstkomandi.  Jóna Björg Hlöðversdóttir tók við formennsku í samtökunum í febrúar á síðasta ári og segir hún margt hafa áunnist á þessum áratug – sérstaklega sé kærkomið að raddir ungra bænda eigi nú greiðari leið inn á umræðuvettvang stóru málanna.

„Tíu ár eru ekki langur tími í stóra samhenginu en það hefur margt áunnist á þessum fyrsta áratug samtakanna,“ segir Jóna Björg.

„Stofnun samtakanna var þörf og sú þörf hefur ekki minnkað heldur frekar aukist ef eitthvað er. Ungt fólk þarf að láta í sér heyra og það er mikilvægt að hlustað sé á raddir þeirra. Samtökin voru stofnuð til að vinna að hagsmunum ungs fólks í landbúnaði, efla nýliðun og fræðslu í landbúnaði. Þessir þættir skipta enn gríðarlegu máli og engin ástæða til að láta staðar numið.“

Framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu er hjá ungum bændum

Að sögn Jónu Bjargar er vægi radda ungra bænda meira þegar þeir hafa félagsskap á bak við sig. Eðlilegt sé að þeir hafi aðkomu að mótun landbúnaðar til framtíðar. „Auðvitað á að skipa fulltrúa ungra bænda í vinnu- og starfshópana sem koma að skipulagi framtíðarlands­lags land­búnaðarins á Íslandi – og matvælaframleiðslunnar. Það eru jú einmitt þeir sem ætla að stunda landbúnað í framtíðinni.

Nýliðunarstyrkurinn eitt það mikilvægasta

Það hefur lengi verið talið að nýliðun í íslenskum landbúnaði sé alltof hæg. Jóna Björg segir að því sé ekki hægt að neita að meðalaldur bænda sé hár. „Þetta er þó aðeins misjafnt eftir búgreinum, en ég tel að meðalaldurinn meðal mjólkurframleiðenda sé líklega lægstur af þessum greinum um þessar mundir.

Eitt af okkar helsta baráttumáli í gegnum tíðina var að koma á nýjum nýliðunarstuðningi, sem er þvert á allar búgreinar. Þar hefur komið bersýnilega í ljós að viljinn og þörfin til nýliðunar er mikil enda bárust 60 umsóknir um nýliðunarstuðning á þessu ári. Það hefur verið sótt mun meira í þessa styrki en það sem er til ráðstöfunar í málaflokkinn. Þar þarf bersýnilega að bæta í svo um munar.“

Jóna Björg segir að íslenskur landbúnaður þurfi að verða fjölbreyttari atvinnugrein, spurð um framtíð landbúnaðar hér á landi og sóknarfæri. Samtök ungra bænda hafi einmitt lagt áherslu á það atriði í nýrri stefnumótun.

Afmælismálþing ungra bænda

Í tilefni afmælisins verður blásið til málþings á Hótel Sögu undir yfirskriftinni Ungir bændur – Búa um landið. „Þar viljum við aðeins taka upp þráðinn frá því á stofnfundi samtakanna sem fjallaði mikið um sjálfbærni, en nú viljum við tala um loftslagsmálin og hvað landbúnaðurinn geti gert nú á dögum hamfarahlýnunar. Landbúnaðurinn þarf að grípa til til róttækra aðgerða og vera leiðandi,“ segir Jóna Björg.
Málþingið verður sett klukkan 13 og mun standa til 16. Meðal fyrirlesara verða umhverfisráðherra, formaður Bændasamtakanna og formaður Ungra umhverfissinna. Að sögn Jónu Bjargar eru allir velkomnir sem áhuga hafa á málaflokknum.  

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...