Nýr yfirdýralæknir
Þóra Jóhanna Jónasdóttir hefur verið skipuð í embætti yfirdýralæknis.
Hún var valin úr hópi fjögurra umsækjenda og tekur við embættinu af Sigurborgu Daðadóttur, sem mun starfa í matvælaráðuneytinu á sviði dýraheilsu við mótun á heildarstefnu.
Þóra hefur frá 2013 starfað sem sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun og var eftirlitsdýralæknir Suðvesturumdæmis árið 2009.
Í tilkynningu úr matvælaráðuneytinu kemur fram að Þóra hafi verið umsjónarmaður Dýraauðkennis hjá Dýralæknafélagi Íslands á árunum 2010 til 2014 og verkefnastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu frá 2000 til 2002. Hún var um árabil búsett í Noregi ogrúmtárí Bandaríkjunum þar sem hún starfaði sem dýralæknir og lagði stund á kennslu og rannsóknir.
Þóra var héraðsdýralæknir hjá embætti yfirdýralæknis í Ísafjarðarumdæmi á árunum 1990 til 1993.