Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Nýtt riðutilfelli í Skagafirði
Fréttir 24. janúar 2019

Nýtt riðutilfelli í Skagafirði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Álftagerði í nágrenni Varmahlíðar í Skagafirði. Síðast greindist riða á þessu svæði í september síðst liðinn á bænum Vallanesi. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.

Samkvæmt því sem segir á vef Matvælastofnunnar greindist riðan í sýnum úr tveimur kindum frá bænum þar sem nú eru um 370 fjár. Bóndinn hafði samband við héraðsdýralækni vegna kindanna sem sýndu einkenni riðuveiki. Kindurnar voru aflífaðar og sýni tekin og send á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum þar sem riðuveiki var staðfest í báðum sýnum.

Búið er í Húna- og Skagahólfi og í því hólfi hefur riðuveiki komið upp á átján búum á undanförnum 20 árum en á þessu búi greindist veikin síðast árið 2008. Riðuveiki hefur komið upp á mörgum bæjum í Varmahlíð í gegnum tíðina og má segja að um þekkt riðusvæði sé að ræða.

Þetta er fyrsta tilfelli riðuveiki sem greinist á árinu en á síðasta árigreindist eitt tilfelli. Fram til ársins 2010 greindist riða á nokkrum bæjum á landinu á hverju ári en engin tilfelli hefðbundinnar riðu greindust á árunum 2011-2014. Riðan er því á undanhaldi en þetta sýnir að ekki má sofna á verðinum.

Á undanförnum árum hafa sýni verið tekin við slátrun úr u.þ.b. þrjúþúsund kindum á ári. Jafnframt hafa bændur verið hvattir til að senda hausa til Keldna af fé sem drepst eða er lógað heima vegna vanþrifa, slysa eða sjúkdóma, eða hafa samband við dýralækni um að taka sýni úr slíku fé. Aukin áhersla er á að fá slík sýni þar sem það eykur líkur á að finna riðuna.

Héraðsdýralæknir vinnur nú að öflun faraldsfræðilegra upplýsinga og úttekt á búinu til að meta umfang aðgerða við förgun fjár, þrif og sótthreinsun. Því næst fer málið í hefðbundið ferli hvað varðar gerð samnings um niðurskurð.
 

Hópsýking á Rangárvöllum
Fréttir 16. ágúst 2024

Hópsýking á Rangárvöllum

Nokkur fjöldi ferðafólks, sem átti leið um Rjúpnavelli á Rangárvöllum á undanför...

Sigursæl á lánshestum
Fréttir 16. ágúst 2024

Sigursæl á lánshestum

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi í Danmörku. Svíar voru ...

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent
Fréttir 15. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent

Landsmeðaltal á reiknuðu afurðaverði fyrir kíló dilkakjöts hækkar um 17 prósent ...

Sólheimar án  lífrænnar vottunar
Fréttir 15. ágúst 2024

Sólheimar án lífrænnar vottunar

Garðyrkjustöðin Sunna á Sólheimum er hætt ræktun á lífrænt vottuðum garðyrkjuafu...

Einokun og afleit þjónusta
Fréttir 15. ágúst 2024

Einokun og afleit þjónusta

Viðvarandi skortur á framboði á koltvísýringi hefur haft áhrif á garðyrkjuframle...

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...