Óbreytt stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda
Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) var endurkjörin á aðalfundi þeirra sem stendur yfir á Hótel Sögu.
Oddný Steina Valsdóttir Butru í Fljótshlíð verður áfram formaður LS, Gunnar Þórarinsson Þóroddsstoðum í Hrútafirði varaformaður og Þórhildur Þorsteinsdóttir Brekku ritari.
Böðvar Baldursson Ysta-Hvammi fékk 14 atkvæði til áframhaldandi setu sem meðstjórnandi fyrir Norðausturhólf, en þrír aðrir fengu færri atkvæði og einn seðill var ógildur. Trausti Hjálmarsson Austurhlið var einnig endurkjörinn meðstjórnandi fyrir Suðurhólf með 37 atkvæðum, Erlendur Ingvarsson Skarði fékk fjögur, tveir fengu eitt atkvæði og þrír seðlar voru ógildir.
Í varastjórn voru kjörnir Einar Guðmann Örnólfsson Sigmundarstöðum sem fékk 31 atkvæði, Sigurður Þór Guðmundsson Holti 21 atkvæði og Erlendur Ingvarsson Skarði 11 atkvæði.