Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Líklega verður bændum heimilt að taka örmerki heim úr sláturhúsi í haust en það hefur ekki formlega verið gefið út.
Líklega verður bændum heimilt að taka örmerki heim úr sláturhúsi í haust en það hefur ekki formlega verið gefið út.
Mynd / smh
Fréttir 14. mars 2023

Óheimilt að nota örmerki oftar en einu sinni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Óvissa er um reglur varðandi notkun örmerkja á Íslandi. Sá möguleiki er fyrir hendi að bændum verði ekki heimilt að taka örmerki með sér heim úr sláturhúsi í haust.

Unnsteinn Snorri Snorrason, verkefnisstjóri hjá Bændasamtökum Íslands, segir að í úttekt Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA) á sauðfjárslátrun á Íslandi síðastliðið haust, hafi komið fram athugasemdir um að bændum væri heimilt að taka örmerki heim úr sláturhúsum og endurnýta þau. „Þetta verklag hefur verið viðloðandi um langan tíma og hefur verið forsenda fyrir því að bændur hafa ákveðið að innleiða notkun örmerkja.“

Einkvæm einstaklingsnúmer

Unnsteinn Snorri segir að í grunninn byggi þetta mál á Evrópureglugerð frá árinu 2016 (Animal Health Law, Regulation (EU) 2016/429) sem hafi verið innleidd hér á landi. „Í þeirri reglugerð er gert ráð fyrir því að það sé skylda að örmerkja allt sauðfé, fyrir því er undanþága ef heildarfjöldi sauðfjár í landinu er undir 600.000. Hér á landi er því ekki skylt að örmerkja sauðfé.

Hins vegar kemur skýrt fram í þessari reglugerð að örmerki, líkt og einstaklingsnúmer gripa, eiga að vera einkvæm, sem þýðir að þau eiga ekki að geta komið fram á öðrum gripum sem er vandamálið hér.

Líklega verður bændum heimilt að taka örmerki heim úr sláturhúsi á komandi hausti. Það hefur þó ekki verið gefið formlega út og þurfa bændur því að gera ráð fyrir því að þessi undanþága verði ekki í boði aftur,“ segir Unnsteinn Snorri.

Óvissa ríkir um reglur

Hann segir að málið sé í skoðun hjá matvælaráðuneytinu, Matvælastofnun og Bændasamtökum Íslands.

„Allir aðilar eru samstiga í að leita að farsælli lausn í þessu máli. Að svo stöddu er lítið annað hægt að segja en að óvissa ríki um þær reglur sem munu gilda um notkun örmerkja í komandi framtíð.“

Skylt efni: örmerki

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...