Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir að sá lærdómur sé dreginn af málinu að ekki sé hægt að treysta á persónulegt tengslanet starfsmanna stofnunarinnar í aðstæðum sem þessum.
Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir að sá lærdómur sé dreginn af málinu að ekki sé hægt að treysta á persónulegt tengslanet starfsmanna stofnunarinnar í aðstæðum sem þessum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 19. janúar 2024

Ólögmæt vörslusvipting

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vörslusvipting Matvælastofnunar á búfé Guðmundu Tyrfingsdóttur í Lækjartúni í Ásahreppi var úrskurðuð ólögmæt í matvælaráðuneytinu fyrir jól.

Forstjóri Matvælastofnunar vill að tiltækur verði viðbragðslisti sem hægt verði að grípa til þegar setja þarf bústjóra yfir býli.

Matvælastofnun vörslusvipti og fargaði í byrjun síðasta árs tíu nautgripum, 47 fjár, 45 hænum og sex hrossum, sem voru í eigu Guðmundu. Matvælastofnun hafði metið og tilkynnt um á fundi þann 4. janúar að ekki væru fyrir hendi aðilar sem gætu tryggt velferð dýra hennar, í fjarveru hennar frá bústörfum. Í úrskurðinum segir að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum sé ekki hægt að staðfesta að svo hafi verið, auk þess sem brotið hafi verið á andmælarétti hennar.

Engin þörf á svo skjótum og varanlegum aðgerðum

Í niðurstöðum úrskurðarins segir auk þess að ekki hafi verið nauðsynlegt að grípa til svo skjótra og varanlegra aðgerða án þess að gefa Guðmundu færi á að koma á framfæri athugasemdum við málsmeðferðina. Í gögnum hafi ekki verið að finna staðfestingu þess að búfé á bænum hafi orðið fyrir varanlegum skaða sökum vanfóðrunar, harðýðgi, slysa eða slæms aðbúnaðar.

Þá kemur fram að við úrlausn málsins hafi ráðuneytið óskað eftir nánari upplýsingum um þann þátt málsins sem sneri að leitinni að umsjónarmanni eða aðila til að sinna búrekstrinum. Í umsögn Matvælastofnunar um málið hafi verið vísað til símtala við ýmsa aðila sem ekki hafi verið tilbúnir til að gangast við ábyrgð á dýrunum.

„Ekki verður séð að þau símtöl hafi verið skráð og þau eru ekki hluti af gögnum málsins,“ segir í úrskurðinum. Slíkt væri ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga þar sem fram komi að við meðferð mála þar sem taka á ákvörðun um rétt og skyldu manna ber stjórnvöldum að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega. Ekki hafi því verið hægt að staðfesta hvort í reynd hafi verið fullreynt að fá umsjónarmann til að taka við búinu, enda upplýsingar ekki tiltækar um hvernig staðið var að þeim þætti.

Samstarf um viðbragðslista

Í umfjöllun Matvælastofnunar á vef sínum, eftir úrskurð ráðuneytisins, kemur fram að Matvælastofnun hafi ákveðið að leita til hagsmunasamtaka, Bændasamtakanna og dýravelferðarsamtaka, til að setja saman viðbragðslista yfir aðila sem geta tekið að sér búvörslu ef upp koma neyðartilvik og umráðamanni tekst ekki að tilnefna umsjónarmann með búrekstri. Með slíku samstarfi megi betur tryggja lögbundna umhirðu og aðbúnað dýra í landinu.

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir að sá lærdómur sé dreginn af málinu að ekki sé hægt að treysta á persónulegt tengslanet starfsmanna stofnunarinnar í aðstæðum sem þessum.

„Þar sem við viljum setja bústjóra yfir býli, þurfa að vera formlegir ferlar til staðar. Þessi hugmynd að viðbragðslista er meðal annars nefnd í skýrslu Ríkisendurskoðunar um úttekt á eftirliti með dýravelferð og hugmyndin hefur verið rædd í óformlegum samskiptum við þessa aðila sem hafa verið nefndir. Við höfum nú þegar fundað einu sinni milli jóla og nýárs með Bændasamtökunum, þar sem við tókum þetta upp og aðilar sammála um að fylgja þessu máli eftir.

Við höfum ekki náð að ræða formlega við önnur samtök eins og dýraverndunarsamtök en það er á dagskrá. Hingað til í óformlegu samtali þá hafa undirtektirnar verið mjög góðar og ég tel að þetta verði framfaraskref fyrir stofnunina og dýravelferð í landinu,“ segir Hrönn.

Skylt efni: Matvælastofnun

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...