Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Plastflipinn burt af mjólkurfernunum í Noregi
Fréttir 4. mars 2020

Plastflipinn burt af mjólkurfernunum í Noregi

Höfundur: /ehg/Nationen
Nú hefur Q-mjólkursamlagið í Noregi ákveðið að taka plastflipa úr notkun á mjólkurfernum sínum vegna umhverfissjónarmiða. Fyrir nokkrum árum setti mjólkur­samlagið svokallaðan flipa á allar mjólkurfernur hjá sér til þess að neytendur gætu séð hversu mikið væri eftir í fernunum og var hugsunin að þannig gæti fólk komið í veg fyrir matarsóun. 
 
Forsvarsmenn mjólkursamlagsins hafa tekið þessa ákvörðun til að koma til móts við aukna umhverfisvitund neytenda sem verður sífellt sterkari. Þrátt fyrir að samlagið hafi fengið góð viðbrögð við flipanum frá því að hann var innleiddur vegur umhverfisþátturinn meira í þessu tiltekna máli. 
 
Það mun taka nokkurn tíma fyrir samlagið að koma plastflipunum úr umferð en neytendur hafa sent fyrirtækinu töluvert margar fyrirspurnir út í vöruúrval þeirra og plastnotkun svo stefnan er á að minnka notkun plasts um 300 tonn næstu árin. 
 
Þegar flipinn verður kominn af öllum mjólkurfernum fyrirtækisins þýðir það minnkun um 18 tonn af plasti. Stefna fyrirtækisins er að kynna til leiks 100 prósent endurvinnanlegar mjólkurfernur og tappa til að ná umhverfismarkmiðum sínum fyrir árið 2030.
 
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...