Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Atferliseiginleikar íslensks forystufjár eru einstakir á heimsvísu.
Atferliseiginleikar íslensks forystufjár eru einstakir á heimsvísu.
Fréttir 8. desember 2020

Rannsókn á forustufé og hjarðhegðun í návígi við rándýr

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýrri grein í Applied Animal Behaviour Science fjalla Emm Brunberga, Emma Eyþórsdóttir, Ólafur R. Dýrmundsson og Lise Grøvad um forustukindur og áhrif þess á hegðun hjarða sauðfjár komist það í návígi við rándýr. Um er að ræða ritrýnda vísindagrein sem kom út í október 2020.

Fram til þessa hafa erfðarannsóknir og erfðaval í sauðfjárrækt nánast eingöngu beinst að því að auka framleiðslu en litið framhjá atferli og hegðun eins og viðbrögðum fjárins við rándýrum.

Forustukindur hafi  áhrif á hegðun hópa

Í greininni kemur fram að íslenskt forustufé hafi verið valið vegna sérstakra hegðunareinkenna eins og að leiða fjárhópa heim af afrétti þegar hætta stafar af. Eiginleikar eins og þessi geta reynst vel á svæðum þar sem mikið er um rándýr og í rannsókninni var kannað hvort viðbrögð og hegðunarmunstur fjárhópa með og án forustufjár væri misjafnt við rask vegna rándýra.

Rannsóknin fór þannig fram að atferli lítilla hópa sauðfjár með og án forustukinda var skoðað á meðan maður, hundur og dróni fór um tilraunasvæðið. Athugunin sýndi að hópar forustukinda eyddu meiri tíma við beit en hópar án forustusauðar og voru auk þess fljótari að jafna sig og taka upp eðlilega hegðun eftir rask af völdum hunda eða manna. Auk þess sem hópur fjár með forustukind staðsetti sig nær flóttaleiðum en hópar án forustukinda og það fellur vel að kenningunni um að forustufé leiði hjörðina heim þegar hætta steðjar að.

Aftur á móti var fé þar sem forustukind var í hópnum meira á ferðinni miðað við hópa án forustukinda þegar dróni var látinn fljúga yfir tilraunareitina.

Ástæða þess kann að vera sú að báðir hóparnir þekktu til manna og hunda en ekki dróna og af þeim sökum jafnað sig fyrr eftir rask hunda eða manna en forustukindur verið meira á varðbergi gagnvart drónanum.

Að rannsókninni lokinni virðist líklegt að vera forustukindar í hópnum hafi áhrif á hegðun hópsins og breyti henni.

Flytja átti forustufé til Noregs

Ólafur R. Dýrmundsson, einn af aðstandendum rannsóknarinnar, sagði í samtali við Bændablaðið að til hafi staðið að flytja forustukindur til Noregs og kanna hvort þær gætu dregið úr vanhöldum í fjárhópum af völdum rándýra vegna þess hve forystukindur sýna mikla árvekni. „Vísbendingar um slíka verndun voru komnar fram í íslensku fé í Kanada um aldamótin. Því miður var okkur í þessu norsk-íslenska verkefni ekki leyft að flytja forystufé til Noregs og því var sett upp vel skipulögð tilraun á Hesti í Borgarfirði.“

Hann segir að niðurstöðurnar staðfesti suma þá arfbundnu atferliseiginleika sem einkenni íslenskt forystufé, sem er einstakt á heimsvísu.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...