Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Við Jökulsárlón.
Við Jökulsárlón.
Mynd / BBL
Fréttir 28. mars 2018

Reglu­gerð um atvinnustarfsemi í Vatnajökulsþjóðgarði

Höfundur: smh
Á vefnum Samráðsgátt (samrads­gatt.island.is) liggja nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð um starfsemi innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar er atvinnutengd starfsemi innan þjóðgarðsins skilgreind og kveðið á um málsmeðferð, samningsgerð við Vatnajökulsþjóðgarð og eftirlit með slíkri starfsemi.
 
Atvinnutengd starfsemi er þjónusta sem aðrir en þjóðgarðurinn sjálfur bjóða gegn þóknun innan marka þjóðgarðsins. Nýting eignarréttinda innan þjóðgarðsins telst ekki atvinnutengd starfsemi. Samkvæmt drögunum verður atvinnutengd starfsemi óheimil án samnings við Vatnajökulsþjóðgarð um slíka starfsemi. „Stjórn þjóðgarðsins mótar skilyrði fyrir atvinnutengdri starfsemi innan þjóðgarðsins, þar með talið um þá starfsemi sem getur verið heimil innan þjóðgarðsins og þau svæði sem um ræðir. Slík skilyrði eru sett fram eftir atvikum í atvinnustefnu eða stjórnunar- og verndaráætlun,“ segir meðal annars í 31. grein a-liðar.
 
Þá er greinarmunur gerður á milli starfsemi sem nauðsynlegt er að takmarka að umfangi innan þjóðgarðsins og starfsemi sem ekki er nauðsynlegt að takmarka að umfangi.
 
Með reglugerðinni er verið að fylgja eftir breytingum á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð sem gerðar voru árið 2016. Jafnframt er kveðið á um að í samningum sem gerðir eru við Vatnajökulsþjóðgarð skuli setja þau skilyrði fyrir starfseminni sem talin er þörf á, meðal annars vegna verndarmarkmiða þjóðgarðsins.
 
Umsögnum um drögin má skila á Samráðsgátt Stjórnarráðsins til 9. apríl næstkomandi.  
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...