Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Rekstrartekjur blómabænda drógust saman um 4% á árunum 2008 til 2017
Fréttir 7. febrúar 2020

Rekstrartekjur blómabænda drógust saman um 4% á árunum 2008 til 2017

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samband garðyrkjubænda hefur svarað erindi fjármála- og efnahagsr­áðuneytisins um tolla á pottaplöntur og afskorin blóm. Í svarinu kemur fram að rekstrar­tekjur blómabænda drógust saman um 4% á árunum 2008 til 2017 en að greinin hafi styrkt stöðu sína undanfarin tvö ár.

Í svari Sambands garðyrkju­bænda segir meðal annars að óumdeilanlegt sé að tollar og framkvæmd tollaeftirlits sé hluti af þeim starfsskilyrðum sem blómaframleiðslu eru búin. Það hefur því verið megináhersla hjá Sambandi garðyrkjubænda að tollamál skuli ætíð taka mið af öðrum þeim breytum sem hafa áhrif á starfsumhverfi greinarinnar. 

Búvörusamningar heppilegasti samstarfsvettvangurinn

Það er sýn félaga í Sambandi garðyrkju­bænda að heppilegasti vettvangur til að móta starfs­umhverfið með heildrænum hætti sé í búvörusamningum sem ætlað er að taka á samstarfi um landbúnað hverju sinni.

Nýhafin er endurskoðun á samstarfssamningi við garðyrkjuna með þátttöku fulltrúa frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytinu. Þar ætti að mati Sambands garðyrkjubænda að fjalla um tollamál varðandi garðyrkjuafurðir og samræma þannig þann stuðning sem íslensk stjórnvöld leggja af mörkum til að bæta og jafna samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu og lækka þannig verð til neytenda.

Þá er nauðsynlegt að þær breytingar sem samið er um fái góða kynningu og veittur sé hæfilegur aðlögunartími. Ekki má gleyma því að framleiðsla erlendis nýtur oft veglegs stuðnings og/eða býr við mjög ólík starfsskilyrði en hér eru uppi.

Rekstrartekjur dregist saman

Einnig segir að undanfarin ár hafi ræktunarstöðvum fækkað og fyrirtækin stækkað. Þrátt fyrir það hafi rekstrartekjur blómabænda á tímabilinu 2008 til 2017 dregist saman um 4%. 

Vörur íslenskra blómabænda eru í samkeppni við sambærilegar innfluttar vörur. Innflutningur á blómum er frjáls allt árið nema hvað varðar þær tegundir sem ekki má flytja hingað til lands af heilbrigðis- og sjúkdómsvarnaástæðum. 

Nokkrar tegundir falla undir tollskyldu. Í þeim tegundum hafa verið boðnir út tollkvótar. Sú breyting sem varð á tollalögum og fyrirkomulagi á útboðum tollkvóta um síðustu áramót mun án vafa lækka verð á tollkvótum.

Innlend framleiðsla annar að mestu eftirspurn

Innlend framleiðsla í afskornum blómum annar að mestu innlendri eftirspurn ef undan eru skildir annasömustu blómasöludagar ársins. Aukin eftirspurn eftir tollkvótum og betra rekstrarumhverfi ætti að vera innlendum framleiðendum hvatning til að auka enn á uppbyggingu og framleiðslugetu.

Þær aðstæður sem uppi voru frá 2008 til 2017 höfðu það í för með sér að uppbygging í blómaræktun hérlendis hefur verið minni en ella hefði verið.

Á árunum 2018 og 2019 hafa hins vegar orðið jákvæðar breytingar sem allar miða að því að styrkja stöðu greinarinnar og anna eftirspurn sem best.

Því er gjarnan haldið fram að niðurfelling tolla skili sér til neytenda. Slíkt ætti auðvitað að vera sjálfsagt en raunin hefur orðið önnur.

Í svari Sambands garðyrkju­bænda segir að Alþýðusamband Íslands og fleiri hafa bent á að tollalækkanir skila sér einmitt ekki að fullu í lægra vöruverði. Full ástæða er til að skoða af hálfu óháðra aðila hvaða áhrif þær umfangsmiklu lækkanir og niðurfellingar á tollum undanfarin ár, hafa í raun haft á verð vöru og þjónustu til neytenda. 

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...