Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Rukkaði búfjárgjald án lagaheimildar
Mynd / Bbl
Fréttir 8. júní 2021

Rukkaði búfjárgjald án lagaheimildar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Akureyrarbær mun endurgreiða þeim sem haldið hafa skepnur í bæjarfélaginu undanfarin fjögur ár og greitt af þeim búfjárgjald. Bæjarráð ákvað fyrir skemmstu að endurgreiða búfjárgjöld sem rukkuð hafa verið inn undanfarin fjögur ár.

Búfjárgjald er lagt á þá sem eru með skepnur, hross eða kindur svo dæmi sé tekið. Lög um búfjárhald tóku breytingum árið 2013, m.a. á þann veg að tekin var upp rafræn skráning og hún fluttist yfir til Matvælastofnunar, MAST. Gjaldið er einmitt m.a. hugsað til að standa straum af kostnaði við skráningu.

Nú hefur komið í ljós að Akureyrar­bær hefur rukkað búfjár­gjaldið án lagaheimildar og því samþykktu allir fulltrúar bæjarráðs að greiða þeim til baka sem borgað hafa gjaldið síðastliðin fjögur ár. Þann tíma hefur gjaldið verið 3.200 krónur og er um að ræða eitt gjald á hvern þann sem heldur skepnur, sama hversu margar þær eru. Gjaldendur þetta tímabili eru á bilinu 170 til 190 þannig að heildarendurgreiðsla til þeirra nemur ríflega 2 milljónum króna.

Skylt efni: búfjárgjald

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...