Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Túnvingull gaf ágætlega af sér.
Túnvingull gaf ágætlega af sér.
Mynd / Wikipedia
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fræskurður Lands og skógar í haust skilaði túnvingulsuppskeru í góðu meðallagi. Uppskera af melgresi er þó skv. upplýsingum stofnunarinnar fremur lítil.

„Að þessu sinni var melgresi eingöngu uppskorið á Mýrdals- sandi í nokkra daga. Ax er ekki mjög stórt og svo misstum við það að hluta í illviðri. Algengast er að fyrst sé skorið í Landeyjum, svo á Mýrdalssandi og stöku sinnum endað í Þingeyjarsýslum,“ segir Pétur Halldórsson, kynningarstjóri hjá stofnuninni.

Hann segir nákvæmar magn- og gæðatölur ekki liggja fyrir fyrr en líður á vetur og fræhreinsun lýkur.

Meginhlutverk fræverkunarstöðvar Lands og skógar í Gunnarsholti er frærækt og fræverkun tegunda til uppgræðslu. Tvær tegundir eru í framleiðslu: melgresi (Leymus arenarius) og túnvingull (Festuca richardsonii). Fræöflun fer fram síðla sumars og fram á haust þegar fræþroski nær hámarki, en þó áður en náttúruleg frædreifing hefur átt sér stað. Túnvingull þroskast í lok ágúst, en melgresi þroskast seinna og stendur melsláttur oft langt fram í september. Þegar fræið er komið í hús er það þurrkað og hreinsað.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...