Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sæðisfrumum fækkar
Fréttir 16. nóvember 2018

Sæðisfrumum fækkar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talning á sæðisfrumum hjá karl­kynsbjöllum sýnir að frumunum fækkar við hækkandi hita og að margar karlkyns bjöllur verða ófrjóar við hitabylgjur.

Vísindamenn sem láta sig frjósemi karlkyns bjalla varða segja að ófrjósemi karlbjalla eigi eftir að aukast með hækkandi lofthita á jörðinni. Bjöllum í heiminum er skipt í um 400 þúsund ólíkar tegundir. Þrátt fyrir að fjöldi bjalla í heiminum sé enn mikill hefur þeim fækkað gríðarlega undanfarna áratugi. 

Rannsóknir sýna einnig að fjöldi sáðfruma hjá spendýrum eins og mönnum, nautgripum og sauðfé fækkar einnig við hækkandi hita. Talning á sáðfrumum manna sýna að í mörgum löndum hefur fjöldi þeirra dregist saman um helming á síðustu 50 árum og ófrjósemi aukist.

Í sjálfu sér þarf aukin ófrjósemi mannkyns ekki að vera af hinu slæma á tímum offjölgunar. Verra er aftur á móti með bjöllurnar þar sem þær eru nauðsynlegur hlekkur í hringrás náttúrunnar. 

Skylt efni: hlýnun jarðar | bjöllur

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...