Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Á markaðinn bárust 29 umsóknir um sölu á 3.557 ærgildum og rann allt til framleiðenda í forgangshópi.
Á markaðinn bárust 29 umsóknir um sölu á 3.557 ærgildum og rann allt til framleiðenda í forgangshópi.
Mynd / smh
Fréttir 5. desember 2023

Sala á 3.357 ærgildum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á innlausnarmarkaði með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, bárust 136 umsóknir um kaup á greiðslumarki, á samtals 35.638 ærgildum.

Á markaðinn bárust 29 umsóknir um sölu á 3.557 ærgildum. Innlausnarverð ársins jafngildir beingreiðslum næstu tveggja ára og er 10.531 kr. á ærgildi. Sama verð gildir fyrir kaup og sölu. Á sama tíma á síðasta ári bárust 226 umsóknir um kaup og 22 umsóknir um sölu. Þá var innlausnarverðið 11.004 kr. á ærgildið.

Úthlutað er samkvæmt forgangsreglum um opinberan stuðning við sauðfjárrækt. Í þeim segir að framleiðendur sem eiga 100 kindur eða fleiri og eru með ásetningshlutfallið 1,0 eða hærra skulu hafa forgang að 100% þess greiðslumarks sem er í boði á markaði, þar af 60% til þeirra sem eiga 200 kindur eða fleiri og hafa ásetningshlutfallið 1,6 eða hærra.

Það skiptist hlutfallslega milli aðila sem hljóta forgang í samræmi við það magn sem þeir óskuðu eftir að kaupa. Hver framleiðandi getur ekki óskað eftir ærgildum umfram þau sem tryggja honum óskertar beingreiðslur í samræmi við fjárfjölda og ásetningshlutfall. Það greiðslumark sem ekki er úthlutað til framleiðenda í forgangshópi skal boðið öðrum umsækjendum.

Af 136 umsækjendum alls töldust 106 til forgangshóps og 30 til almenns hóps. Allt það greiðslumark sem var til ráðstöfunar rann til forgangshóps.

Við endurskoðun á búvörusamningum árið 2019 var sett inn ákvæði í sauðfjársamninginn um innlausnarmarkaðinn til að jafna stöðu bænda innan greinarinnar.

Í reglugerð segir að handhafi greiðslumarks geti óskað eftir innlausn á greiðslumarki. Innlausnarverð er núvirt andvirði beingreiðslna næstu tveggja almanaksára. Bjóða skal til sölu það greiðslumark sem er innleyst á innlausnarverði. Miðað er við stýrivexti Seðlabanka Íslands 1. janúar ár hvert og greiðslur frá þeim tíma.

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...