Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Á markaðinn bárust 29 umsóknir um sölu á 3.557 ærgildum og rann allt til framleiðenda í forgangshópi.
Á markaðinn bárust 29 umsóknir um sölu á 3.557 ærgildum og rann allt til framleiðenda í forgangshópi.
Mynd / smh
Fréttir 5. desember 2023

Sala á 3.357 ærgildum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á innlausnarmarkaði með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, bárust 136 umsóknir um kaup á greiðslumarki, á samtals 35.638 ærgildum.

Á markaðinn bárust 29 umsóknir um sölu á 3.557 ærgildum. Innlausnarverð ársins jafngildir beingreiðslum næstu tveggja ára og er 10.531 kr. á ærgildi. Sama verð gildir fyrir kaup og sölu. Á sama tíma á síðasta ári bárust 226 umsóknir um kaup og 22 umsóknir um sölu. Þá var innlausnarverðið 11.004 kr. á ærgildið.

Úthlutað er samkvæmt forgangsreglum um opinberan stuðning við sauðfjárrækt. Í þeim segir að framleiðendur sem eiga 100 kindur eða fleiri og eru með ásetningshlutfallið 1,0 eða hærra skulu hafa forgang að 100% þess greiðslumarks sem er í boði á markaði, þar af 60% til þeirra sem eiga 200 kindur eða fleiri og hafa ásetningshlutfallið 1,6 eða hærra.

Það skiptist hlutfallslega milli aðila sem hljóta forgang í samræmi við það magn sem þeir óskuðu eftir að kaupa. Hver framleiðandi getur ekki óskað eftir ærgildum umfram þau sem tryggja honum óskertar beingreiðslur í samræmi við fjárfjölda og ásetningshlutfall. Það greiðslumark sem ekki er úthlutað til framleiðenda í forgangshópi skal boðið öðrum umsækjendum.

Af 136 umsækjendum alls töldust 106 til forgangshóps og 30 til almenns hóps. Allt það greiðslumark sem var til ráðstöfunar rann til forgangshóps.

Við endurskoðun á búvörusamningum árið 2019 var sett inn ákvæði í sauðfjársamninginn um innlausnarmarkaðinn til að jafna stöðu bænda innan greinarinnar.

Í reglugerð segir að handhafi greiðslumarks geti óskað eftir innlausn á greiðslumarki. Innlausnarverð er núvirt andvirði beingreiðslna næstu tveggja almanaksára. Bjóða skal til sölu það greiðslumark sem er innleyst á innlausnarverði. Miðað er við stýrivexti Seðlabanka Íslands 1. janúar ár hvert og greiðslur frá þeim tíma.

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...

Ný Hrútaskrá og hrútafundir
Fréttir 12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Von er á prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar mánudaginn 18. nóvember, þar sem 54 sæ...

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardó...

Hækkun á minkaskinnum
Fréttir 12. nóvember 2024

Hækkun á minkaskinnum

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir ...

Land tryggt undir vindmyllusvæðin
Fréttir 11. nóvember 2024

Land tryggt undir vindmyllusvæðin

Skipulagsstofnun hefur fengið fyrirhugaðan vindorkugarð í Fljótsdalshreppi inn á...

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt
Fréttir 11. nóvember 2024

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt

Erfðarannsóknir í íslenskri kornrækt sækja í sig veðrið um þessar mundir, ekki s...

Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...

Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bæ...