Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á markaðinn bárust 29 umsóknir um sölu á 3.557 ærgildum og rann allt til framleiðenda í forgangshópi.
Á markaðinn bárust 29 umsóknir um sölu á 3.557 ærgildum og rann allt til framleiðenda í forgangshópi.
Mynd / smh
Fréttir 5. desember 2023

Sala á 3.357 ærgildum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á innlausnarmarkaði með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, bárust 136 umsóknir um kaup á greiðslumarki, á samtals 35.638 ærgildum.

Á markaðinn bárust 29 umsóknir um sölu á 3.557 ærgildum. Innlausnarverð ársins jafngildir beingreiðslum næstu tveggja ára og er 10.531 kr. á ærgildi. Sama verð gildir fyrir kaup og sölu. Á sama tíma á síðasta ári bárust 226 umsóknir um kaup og 22 umsóknir um sölu. Þá var innlausnarverðið 11.004 kr. á ærgildið.

Úthlutað er samkvæmt forgangsreglum um opinberan stuðning við sauðfjárrækt. Í þeim segir að framleiðendur sem eiga 100 kindur eða fleiri og eru með ásetningshlutfallið 1,0 eða hærra skulu hafa forgang að 100% þess greiðslumarks sem er í boði á markaði, þar af 60% til þeirra sem eiga 200 kindur eða fleiri og hafa ásetningshlutfallið 1,6 eða hærra.

Það skiptist hlutfallslega milli aðila sem hljóta forgang í samræmi við það magn sem þeir óskuðu eftir að kaupa. Hver framleiðandi getur ekki óskað eftir ærgildum umfram þau sem tryggja honum óskertar beingreiðslur í samræmi við fjárfjölda og ásetningshlutfall. Það greiðslumark sem ekki er úthlutað til framleiðenda í forgangshópi skal boðið öðrum umsækjendum.

Af 136 umsækjendum alls töldust 106 til forgangshóps og 30 til almenns hóps. Allt það greiðslumark sem var til ráðstöfunar rann til forgangshóps.

Við endurskoðun á búvörusamningum árið 2019 var sett inn ákvæði í sauðfjársamninginn um innlausnarmarkaðinn til að jafna stöðu bænda innan greinarinnar.

Í reglugerð segir að handhafi greiðslumarks geti óskað eftir innlausn á greiðslumarki. Innlausnarverð er núvirt andvirði beingreiðslna næstu tveggja almanaksára. Bjóða skal til sölu það greiðslumark sem er innleyst á innlausnarverði. Miðað er við stýrivexti Seðlabanka Íslands 1. janúar ár hvert og greiðslur frá þeim tíma.

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...