Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sala á drykkjarmjólk dregst saman
Fréttir 12. ágúst 2022

Sala á drykkjarmjólk dregst saman

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sala á mjólkurvörum síðustu sex mánuði er yfir áætlunum. Sala á Smjöri og Smjörva helst nokkurn veginn óbreytt miðað við sama tímabil í fyrra en sala á osti hefur aukist um 2,6%.

Samkvæmt því sem segir í Mjólkurpóstinum, fréttabréfi Mjólkursamsölunnar, heldur sala á drykkjarmjólk áfram að gefa eftir en sala á bragðbættri mjólk eins og Kókómjólk, Hleðslu og Næringu eykst um 4,9% frá sama tíma í fyrra. Sala á skyri, jógúrt og rjómavörum dregst saman um 1,5%. Mjólkursamsalan gerði ráð fyrir 14.595 milljóna sölu, en sala var yfir áætlun og fór í 14.777 milljónir króna eða 183 milljónir yfir tekjuáætlun tímabilsins.

Ferðamenn auka sölu. Í kjölfar afléttinga vegna Covid-19 hefur sala á hótelum, veitingastöðum og kaffihúsum aukist og hefur það skilað sér til Mjólkursamsölunnar í auknum viðskiptum.

Í Mjólkurpóstinum segir að hjá MS hafi orðið vart við neyslubreytingar sem koma meðal annars fram í aukinni neyslu á nýmjólk en samdrætti í fituminni mjólk og bragðbættar drykkjarvörur hafa verið í sókn undanfarið.

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...