Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sala á drykkjarmjólk dregst saman
Fréttir 12. ágúst 2022

Sala á drykkjarmjólk dregst saman

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sala á mjólkurvörum síðustu sex mánuði er yfir áætlunum. Sala á Smjöri og Smjörva helst nokkurn veginn óbreytt miðað við sama tímabil í fyrra en sala á osti hefur aukist um 2,6%.

Samkvæmt því sem segir í Mjólkurpóstinum, fréttabréfi Mjólkursamsölunnar, heldur sala á drykkjarmjólk áfram að gefa eftir en sala á bragðbættri mjólk eins og Kókómjólk, Hleðslu og Næringu eykst um 4,9% frá sama tíma í fyrra. Sala á skyri, jógúrt og rjómavörum dregst saman um 1,5%. Mjólkursamsalan gerði ráð fyrir 14.595 milljóna sölu, en sala var yfir áætlun og fór í 14.777 milljónir króna eða 183 milljónir yfir tekjuáætlun tímabilsins.

Ferðamenn auka sölu. Í kjölfar afléttinga vegna Covid-19 hefur sala á hótelum, veitingastöðum og kaffihúsum aukist og hefur það skilað sér til Mjólkursamsölunnar í auknum viðskiptum.

Í Mjólkurpóstinum segir að hjá MS hafi orðið vart við neyslubreytingar sem koma meðal annars fram í aukinni neyslu á nýmjólk en samdrætti í fituminni mjólk og bragðbættar drykkjarvörur hafa verið í sókn undanfarið.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...