Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sameining fjögurra sveitarfélaga staðfest
Fréttir 24. febrúar 2020

Sameining fjögurra sveitarfélaga staðfest

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samgöngu- og sveitar­stjórnar­ráðherra hefur staðfest sam­ein­ingu Borg­ar­fjarðar­hrepps, Djúpa­­vogshrepps, Fljóts­dals­héraðs og Seyðis­fjarðar­kaupstaðar í eitt sveitarfélag.

Með sameiningunni verður til eitt stærsta sveitarfélag landsins að flatarmáli, með tæplega fimm þúsund íbúa. Íbúar sveitarfélaganna samþykktu sameininguna með afgerandi hætti þann 26. október 2018.

Sveitarstjórnarkosningar 18. apríl næstkomandi

Boðað verður til sveitarstjórnar­kosninga laugar­daginn 18. apríl næst­komandi þar sem kosið verður í sveitarstjórn hins sam­einaða sveitarfélags. Nýkjörin sveitarstjórn tekur við stjórn sveitarfélagsins 15 dögum síðar, eða 3. maí, og á sama tíma tekur sameiningin gildi.

Fram undan er atkvæðagreiðsla um nýtt nafn hins sameinaða sveitar­félags en nafnanefnd auglýsti eftir hugmyndum og bárust 112 tillögur með 67 hug­myndum að nýjum nöfnum. Nokkr­ar tillögur verða lagðar fyrir kjósendur í atkvæðagreiðslu sem fer fram samhliða sveitar­stjórnarkosningum.

Sveitarfélögum fækkað um tíu

Árið 1950 voru sveitarfélögin 229 og hefur þeim fækkað í nokkrum skrefum. Árin 1994 til 2006 var mikið um sameiningar og fækkaði sveitarfélögum þá úr 196 í 79 og verða 69 frá og með 3. maí næst­komandi.

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...