Samstarf nyrðra um hesta- mennsku fyrir fatlaðra
Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Hestamannafélagið Léttir, Hestaleigan Kátur, Akureyrarbær og Fjölmennt eru að hefja samstarf um hestamennsku fyrir fatlaða í í Léttishöllinni ofan Akureyrar í vetur.
Kynning var í liðinni viku, öllum opin, á því sem upp á verður boðið og voru hestar til reiðu, m.a. með sérbúnaði svo þeir sem áhuga höfðu á að prófa að bregða sér á hestbak stóð það til boða. Þó nokkur fjöldi fólks mætti á kynninguna og þótti Léttismönnum ánægjulegt að sjá hversu margir óskuðu eftir að spreyta sig á hestbaki.
„Gleðin var fölskvalaus og mikil ánægja er með þetta framtak okkar,“ segir á heimasíðu Léttis. Málið verður kynnt frekar á næstunni og sérstök námskeið þá jafnframt auglýst.