Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum er kjötmeistari Íslands 2022
Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna fór fram í síðust viku og voru úrslit kynnt í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi laugardaginn 26. mars þar sem verðlaunaafhending fór einnig fram. Í keppninni hreppir stigahæsti keppandinn titilinn Kjötmeistari Íslands. Átti Sigurður bestu vöruna sem unnin var úr svínakjöti, en það var rúllupylsa. Fékk hann einnig sérverðlaun fyrir rúllupylsu í flokkunum bestu vörur úr elduðum kjötvörum og einnig fyrir EM pylsu, reykt og soðin sem var besta varan í flokknum soðnar pylsur.
Aðeins 4 stig skildu að þá sem lentu í fyrsta og fjórða sæti. Þá vekur einnig athygli að í öðru til fjórða sæti eru allt kjötiðnaðarmenn sem starfa hjá Sláturfélagi Suðurlands.
Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var í fyrsta sæti með hlaut flest stig eða 254.
Í öðru sæti var Bjarki Freyr Sigurjónsson hjá Sláturfélagi Suðurlands með 252 stig.
Í þriðja sæti var Steinar Þórarinsson hjá Sláturfélagi Suðurlands með 251 stig.
Í fjórða sæti var Jónas Pálmar Björnsson einnig hjá Sláturfélagi Suðurlands sem hlaut 250 stig.