Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kjötmeistari Íslands 2022 í Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna er Sigurður Haraldsson sem á og rekur Pylsumeistarann við Hrísateig (Laugalæk) í Reykjavík.
Kjötmeistari Íslands 2022 í Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna er Sigurður Haraldsson sem á og rekur Pylsumeistarann við Hrísateig (Laugalæk) í Reykjavík.
Mynd / HKr
Fréttir 28. mars 2022

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum er kjötmeistari Íslands 2022

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna fór fram í síðust viku og voru úrslit kynnt í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi laugardaginn 26. mars þar sem verðlaunaafhending fór einnig fram. Í keppninni hreppir stigahæsti  keppandinn titilinn Kjötmeistari Íslands. Átti Sigurður bestu vöruna sem unnin var úr svínakjöti, en það var rúllupylsa. Fékk hann einnig sérverðlaun fyrir rúllupylsu í flokkunum bestu vörur úr elduðum kjötvörum og einnig fyrir EM pylsu, reykt og soðin sem var besta varan í flokknum soðnar pylsur.

Aðeins 4 stig skildu að þá sem lentu í fyrsta og fjórða sæti. Þá vekur einnig athygli að í öðru til fjórða sæti eru allt kjötiðnaðarmenn sem starfa hjá Sláturfélagi Suðurlands.

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var í fyrsta sæti með hlaut flest stig eða 254.

Í öðru sæti var Bjarki Freyr Sigurjónsson hjá Sláturfélagi Suðurlands með 252 stig.

Í þriðja sæti var Steinar Þórarinsson hjá Sláturfélagi Suðurlands með 251 stig.

Í fjórða sæti var Jónas Pálmar Björnsson einnig hjá Sláturfélagi Suðurlands sem hlaut 250 stig.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...