Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kjötmeistari Íslands 2022 í Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna er Sigurður Haraldsson sem á og rekur Pylsumeistarann við Hrísateig (Laugalæk) í Reykjavík.
Kjötmeistari Íslands 2022 í Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna er Sigurður Haraldsson sem á og rekur Pylsumeistarann við Hrísateig (Laugalæk) í Reykjavík.
Mynd / HKr
Fréttir 28. mars 2022

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum er kjötmeistari Íslands 2022

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna fór fram í síðust viku og voru úrslit kynnt í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi laugardaginn 26. mars þar sem verðlaunaafhending fór einnig fram. Í keppninni hreppir stigahæsti  keppandinn titilinn Kjötmeistari Íslands. Átti Sigurður bestu vöruna sem unnin var úr svínakjöti, en það var rúllupylsa. Fékk hann einnig sérverðlaun fyrir rúllupylsu í flokkunum bestu vörur úr elduðum kjötvörum og einnig fyrir EM pylsu, reykt og soðin sem var besta varan í flokknum soðnar pylsur.

Aðeins 4 stig skildu að þá sem lentu í fyrsta og fjórða sæti. Þá vekur einnig athygli að í öðru til fjórða sæti eru allt kjötiðnaðarmenn sem starfa hjá Sláturfélagi Suðurlands.

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var í fyrsta sæti með hlaut flest stig eða 254.

Í öðru sæti var Bjarki Freyr Sigurjónsson hjá Sláturfélagi Suðurlands með 252 stig.

Í þriðja sæti var Steinar Þórarinsson hjá Sláturfélagi Suðurlands með 251 stig.

Í fjórða sæti var Jónas Pálmar Björnsson einnig hjá Sláturfélagi Suðurlands sem hlaut 250 stig.

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...