Sindri Sigurgeirsson endurkjörinn formaður BÍ
Sindri Sigurgeirsson var endurkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands til tveggja ára á búnaðarþingi í dag. Þá var einnig kosið í stjórn og varastjórn samtakanna.
Auk Sindra formanns voru Gunnar K. Eiríksson, Eiríkur Blöndal, Einar Ófeigur Björnsson og Guðný Helga Björnsdóttir kosin í stjórn. Í varastjórn voru kosin Guðrún Lárusdóttir, Oddný Steina Valsdóttir, Jón Magnús Jónsson, Hrafnhildur Baldursdóttir og Guðmundur Davíðsson.