Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Félagsheimilið Kirkjuhvoll á Kirkjubæjarklaustri liggur undir skemmdum.
Félagsheimilið Kirkjuhvoll á Kirkjubæjarklaustri liggur undir skemmdum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 15. nóvember 2023

Skelfilegt ástand á Kirkjuhvoli

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega var lögð fram skýrsla frá Eflu verkfræðistofu til sveitarstjórnar Skaftárhrepps vegna rakaskimunar og sýnatöku í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri.

Skýrslan sýnir að ástand hússins sé skelfilegt í alla staði því það var til dæmis mygla í öllum byggingarsýnum sem tekin voru í húsinu. Þá kom í ljós mikið af rakaskemmdum og rakaummerkjum í húsnæðinu.
Einar Kristján Jónsson sveitar­stjóri hefur lagt fram drög að kostnaðaráætlun til sveitarstjórnar vegna viðgerða á húsinu og hljóðar hún upp á 250 milljónir króna til að gera húsið hættulaust fyrir starfsemi.

„Húsið hefur ekki verið dæmt ónýtt, en það er verulega illa farið vegna leka og lítils viðhalds. Það hefur engin ákvörðun verið tekin hvað verður gert í stöðunni en ef niðurstaðan verður sú að gera húsið ekki upp þá verður það rifið og lóðin notuð undir sívaxandi eftirspurn um lóðir fyrir verslun og þjónustu á Kirkjubæjarklaustri,“ segir Kristján.
Félagsheimilið Kirkjuhvoll er í eigu Skaftárhrepps. Gestastofa hefur verið rekin í húsinu en nú þegar þjóðgarður Vatnajökulsþjóðgarðs er að flytja í nýja gestastofu á staðnum þá verður engin starfsemi í húsinu.

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...