Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Félagsheimilið Kirkjuhvoll á Kirkjubæjarklaustri liggur undir skemmdum.
Félagsheimilið Kirkjuhvoll á Kirkjubæjarklaustri liggur undir skemmdum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 15. nóvember 2023

Skelfilegt ástand á Kirkjuhvoli

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega var lögð fram skýrsla frá Eflu verkfræðistofu til sveitarstjórnar Skaftárhrepps vegna rakaskimunar og sýnatöku í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri.

Skýrslan sýnir að ástand hússins sé skelfilegt í alla staði því það var til dæmis mygla í öllum byggingarsýnum sem tekin voru í húsinu. Þá kom í ljós mikið af rakaskemmdum og rakaummerkjum í húsnæðinu.
Einar Kristján Jónsson sveitar­stjóri hefur lagt fram drög að kostnaðaráætlun til sveitarstjórnar vegna viðgerða á húsinu og hljóðar hún upp á 250 milljónir króna til að gera húsið hættulaust fyrir starfsemi.

„Húsið hefur ekki verið dæmt ónýtt, en það er verulega illa farið vegna leka og lítils viðhalds. Það hefur engin ákvörðun verið tekin hvað verður gert í stöðunni en ef niðurstaðan verður sú að gera húsið ekki upp þá verður það rifið og lóðin notuð undir sívaxandi eftirspurn um lóðir fyrir verslun og þjónustu á Kirkjubæjarklaustri,“ segir Kristján.
Félagsheimilið Kirkjuhvoll er í eigu Skaftárhrepps. Gestastofa hefur verið rekin í húsinu en nú þegar þjóðgarður Vatnajökulsþjóðgarðs er að flytja í nýja gestastofu á staðnum þá verður engin starfsemi í húsinu.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...