Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Skilaréttur leiðir til hærra matvöruverðs
Fréttir 13. mars 2015

Skilaréttur leiðir til hærra matvöruverðs

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkeppniseftirlitið segir í nýrri skýrslu að matarsóun leiði til hærra matarverðs. Brýnt er að bregðast við þeirri sóun á ferskum matvælum, aðallega kjötvörum, sem núverandi fyrirkomulag hefur í för með sér enda leiðir hún til hærra matvælaverðs.

Í skýrslunni segir að lengi hafi tíðkast að dagvöruverslanir hafi skilarétt á vörum sem þær kaupa af birgjum. Í því felst að verslanirnar geta skilað og fengið endurgreiddar vörur sem ekki seljast fyrir síðasta ráðlagða söludag. Á þetta einnig við um viðkvæmar vörur eins og t.d. ferskar kjötvörur. Samkvæmt ábendingum sem borist hafa Samkeppniseftirlitinu hefur þetta leitt til mikillar sóunar á matvælum þar sem ekki er unnt að nýta ferskar vörur sem skilað er til birgja eftir að þær hafa verið á boðstólum í verslunum, nema að takmörkuðu leyti.

Að mati Samkeppniseftirlitsins er brýnt að taka til skoðunar hvort endurskoða beri núgildandi samningsákvæði um skilarétt dagvöruverslana á vörum. Ástæða er til þess að ætla að einhliða skilaréttur sem hvílir á birgjum, sé til þess fallinn að draga úr hvata dagvöruverslunarinnar til þess að koma vörum í sölu, eftir atvikum með því að lækka verð þegar líður að síðasta söludegi. Af þessu hlýst sóun á matvöru sem leiðir jafnframt til hærra vöruverðs. Þá er ljóst að núverandi fyrirkomulag dregur úr hvata dagvöruverslana til að stýra innkaupum og framboði á viðkvæmum ferskum vörum í samræmi við raunverulega eftirspurn þar sem áhætta vegna rýrnunar hvílir nær alfarið á birgjum.

Brýnt er að bregðast við þeirri sóun á ferskum matvælum, aðallega kjötvörum, sem núverandi fyrirkomulag hefur í för með sér. Hvetur eftirlitið því bæði birgja og verslanir til að endurskoða núverandi verklag hvað þetta áhrærir til að koma í veg fyrir matarsóun og stuðla þannig að lækkuðu verði til neytenda.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...