Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Skilaréttur leiðir til hærra matvöruverðs
Fréttir 13. mars 2015

Skilaréttur leiðir til hærra matvöruverðs

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkeppniseftirlitið segir í nýrri skýrslu að matarsóun leiði til hærra matarverðs. Brýnt er að bregðast við þeirri sóun á ferskum matvælum, aðallega kjötvörum, sem núverandi fyrirkomulag hefur í för með sér enda leiðir hún til hærra matvælaverðs.

Í skýrslunni segir að lengi hafi tíðkast að dagvöruverslanir hafi skilarétt á vörum sem þær kaupa af birgjum. Í því felst að verslanirnar geta skilað og fengið endurgreiddar vörur sem ekki seljast fyrir síðasta ráðlagða söludag. Á þetta einnig við um viðkvæmar vörur eins og t.d. ferskar kjötvörur. Samkvæmt ábendingum sem borist hafa Samkeppniseftirlitinu hefur þetta leitt til mikillar sóunar á matvælum þar sem ekki er unnt að nýta ferskar vörur sem skilað er til birgja eftir að þær hafa verið á boðstólum í verslunum, nema að takmörkuðu leyti.

Að mati Samkeppniseftirlitsins er brýnt að taka til skoðunar hvort endurskoða beri núgildandi samningsákvæði um skilarétt dagvöruverslana á vörum. Ástæða er til þess að ætla að einhliða skilaréttur sem hvílir á birgjum, sé til þess fallinn að draga úr hvata dagvöruverslunarinnar til þess að koma vörum í sölu, eftir atvikum með því að lækka verð þegar líður að síðasta söludegi. Af þessu hlýst sóun á matvöru sem leiðir jafnframt til hærra vöruverðs. Þá er ljóst að núverandi fyrirkomulag dregur úr hvata dagvöruverslana til að stýra innkaupum og framboði á viðkvæmum ferskum vörum í samræmi við raunverulega eftirspurn þar sem áhætta vegna rýrnunar hvílir nær alfarið á birgjum.

Brýnt er að bregðast við þeirri sóun á ferskum matvælum, aðallega kjötvörum, sem núverandi fyrirkomulag hefur í för með sér. Hvetur eftirlitið því bæði birgja og verslanir til að endurskoða núverandi verklag hvað þetta áhrærir til að koma í veg fyrir matarsóun og stuðla þannig að lækkuðu verði til neytenda.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...