Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hermannafluga í eldi.
Hermannafluga í eldi.
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp skordýraræktun hérlendis og skapa með því ný tækifæri í framleiðslu á fóðurhráefnum, áburðarefnum og jafnvel framtíðarfæðu. Verkefnisstjóri er Rúna Þrastardóttir, doktorsnemi við skólann.

Rúna Þrastardóttir.

Síðastliðið ár hefur Rúna framkvæmt grunnathuganir á möguleika skordýraræktunar hérlendis með áherslu á mjölorma og hermannaflugur. Prófaðar hafa verið mismunandi fóðurtegundir. Á vef LbhÍ segir að niðurstöður athugana séu jákvæðar og á þessu ári verði gerðar nákvæmari mælingar á hverju þroskastigi skordýranna fyrir sig. Þá er einnig ráðgert að bæta ræktunaraðstöðuna hjá Landbúnaðarháskólanum í samvinnu við iðnaðarverkfræði­, vélaverkfræði­ og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands.

Matvælaframleiðsla alþjóðleg áskorun

Rúna segir að hluti verkefnisins hafi verið að skoða samfélagslega vitund og viðhorf Íslendinga gagnvart skordýrum sem matvæli og fóður fyrir dýr verið kannað og verða niðurstöður birtar í grein á vormánuðum.

„Matvælaframleiðsla framtíðar er alþjóðleg áskorun þar sem íbúafjöldi heimsins fer ört vaxandi og yfir 10% af íbúum heimsins þjást af vannæringu. Matvæla­ og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, áætlar að til að mæta vaxandi þörf mannkyns þurfi matvælaframleiðsla að tvöfaldast fyrir árið 2050. Ein leið til þess að sporna gegn hungri og matarsóun er að framleiða skordýr með því að fóðra þau með lífrænum afgöngum sem falla til og koma þannig upp hringrásarframleiðslu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að margar tegundir skordýra, meðal annars hermannaflugur og mjölormar, eru góð í að brjóta niður lífræn efni og mynda prótein og þar með endurnýta annars glatað næringarefni til framleiðslu á próteinum.

Mjölormar og hermanna­flugulirfur eru jafnframt gott fóðurefni fyrir dýr þar sem næringargildi þeirra líkist mest þeim próteingjöfum sem notaðir eru í dag, soja­ og fiskimjöli. Einnig hefur framleiðsla skordýramjöls minni umhverfisáhrif en aðrir hefðbundnir próteingjafar.“

Spennandi viðfangsefni

Að sögn Rúnu er því afar spennandi viðfangsefni að koma upp framleiðslu á skordýrum og nokkur fyrirtæki hafa þegar litið dagsins ljós í Evrópu sem eru ekki einungis að huga að fóðurhráefnum fyrir dýr heldur einnig sem matvæli. Auk þess sem Evrópusambandið lítur á skordýr sem umhverfisvæna framleiðslu á próteinum og hefur stutt við fjölda verkefna á því sviði.

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur fengið úthlutaðan framhaldsstyrk upp á 1.500 þúsund krónur frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands fyrir verkefnið og verkefnið hefur einnig hlotið styrk frá Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar.

Skylt efni: matvælaframleiðsla

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...