Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Skorti samtal og samráð til að Bændasamtökin gætu haft skoðun á samningnum
Fréttir 11. júní 2021

Skorti samtal og samráð til að Bændasamtökin gætu haft skoðun á samningnum

Höfundur: VH

Nýverið var lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings milli Íslands og Bretlands. Samningurinn veitir gagn­kvæman aðgang að mörk­uðum samkvæmt nánari skilyrðum þegar kemur að vöruviðskiptum, þjónustu­viðskiptum og opinberum inn­kaupum.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að við samningsferlið hafi samtal og samráð skort til að landbúnaðurinn gæti haft skoðun á samningnum. „Það er umhugsunarvert að önnur hagsmunasamtök hafi haft talsverða vitneskju um drög að samningi sem var í undirbúningi í utanríkisráðuneytinu sem hvorki hagsmunasamtök í sjávarútvegi eða landbúnaði máttu hafa skoðun á, þar sem um drög var að ræða. Þá þykja það sérstök vinnubrögð að tilkynna um fríverslunarsamninginn á föstudegi en sýna ekki innihald hans fyrr en rúmum tveimur sólarhringum síðar á heimasíðu Stjórnarráðsins.“

Umfangsmikill samningur

Fyrir vöruviðskipti eru kjarnahags­munir Íslands tryggðir fyrir út­flutning, þar með talið fyrir sjávar­útvegs- og landbúnaðarvörur. Samn­ingurinn auðveldar þá þjónustuviðskipti milli ríkjanna, auk þess sem íslensk fyrirtæki munu hafa aðgang að opinberum útboðum í Bretlandi.
Samningurinn er umfangsmikill og í honum er að finna ákvæði á sviði hugverkaréttinda, heilbrigðisreglna fyrir matvæli, tæknilegra reglugerða ríkisstyrkja, samkeppnismála starfsumhverfis lítilla og meðalstórra fyrirtækja, góðrar reglusetningar og samstarfs á því sviði og margt fleira.Þá inniheldur samningurinn skuldbindingar á sviði um­hverfis­verndar og baráttu gegn hlýnun jarðar auk skuldbindinga á sviði vinnuréttar. Þar er jafnframt að finna sérstakan kafla um jafnréttismál og valdeflingu kvenna í viðskiptum.

Framsækinn og yfirgripsmikill fríverslunarsamningur

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra segir að um sé að ræða fram­sækinn og yfirgripsmikinn fríverslunar­samning sem nær til flestra sviða viðskipta á milli ríkjanna og reglna sem hafa áhrif á þau. „Í ljósi þess að Bretland er einn mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslands og vegna náinna tengsla ríkjanna þótti afar brýnt að ljúka framtíðarsamningi við Bretland á þessum tímapunkti.“

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...