Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Magnús Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, og Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri takast í hendur við undirritun samningsins í dag ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra.
Magnús Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, og Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri takast í hendur við undirritun samningsins í dag ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra.
Mynd / HÓ
Fréttir 21. febrúar 2019

Skógræktin og Vatnajökulsþjóðgarður gera samning um Ásbyrgi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Samningur á milli Skógræktarinnar og Vatnajökulsþjóðgarðs um umsjón með Ásbyrgi í Kelduhverfi var undirritaður fyrir skömmu. Samkvæmt honum færist formleg umsjón jarðarinnar og allra mannvirkja á henni frá Skógræktinni til Vatnajökulsþjóðgarðs.

Vatnajökulsþjóðgarður og Skógræktin eiga engu að síður áfram með sér samstarf um innri hluta Ásbyrgis og land Ásbyrgis norðan þjóðvegar.

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að einkum sé um tæknilegt atriði að ræða, þ.e. hvaða ríkisstofnun hafi opinbera umsjón með landi í eigu ríkisins og hefur til að mynda að gera með það hver sér um að greiða fasteignagjöld, viðhalda húsum og þess háttar. Samningurinn hefur ekki í för með sér neinar grundvallarbreytingar fyrir starfsemi í Ásbyrgi. Þó er viðbúið að hann muni einfalda ýmsa ferla, svo sem vegna gerðar nýs deiliskipulags sem hefur verið í pípunum í þó nokkurn tíma.

„Í þessu tilviki var verið að færa opinbera umsjón frá Skógræktinni til Vatnajökulsþjóðgarðs og réði þar mestu að þjóðgarðurinn notar húsin sem fylgja jörðinni en Skógræktin ekki. Samningurinn var staðfesting á að áfram verði samstarf beggja stofnana um skóginn í Ásbyrgi og að Skógræktin hafi áfram umsjón með landi Ásbyrgis sem er utan Þjóðgarðsins, norðan þjóðvegar,“ segir Þröstur.

 

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...