Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sláturfélag Suðurlands greiðir 2% viðbót á allt afurðainnlegg
Mynd / smh
Fréttir 22. febrúar 2019

Sláturfélag Suðurlands greiðir 2% viðbót á allt afurðainnlegg

Höfundur: TB

Sláturfélag Suðurlands hefur tilkynnt að það muni greiða 2% viðbót á andvirði afurðainnleggs ársins 2018 til bænda 8. mars næstkomandi. Í heild nemur viðbótin með virðisaukaskatti 40,9 milljónum króna.

Í frétt á vef SS segir að afkoman hafi verið ágæt á síðasta ári. „Í samræmi við stefnu félagsins um að tengja saman ávinning bænda af góðum hag SS er með þessum hætti miðlað hluta af hagnaði félagsins til innleggjenda. SS sýnir í verki samvinnuhugsjónina með þessum hætti og leggur áherslu á mikilvægi þess að bændur beini viðskiptum til félagsins til að styrkja áfram grundvöll fyrir því að félagið geti greitt viðbót á afurðaverð,“ segir í fregninni.

Fjórar afurðastöðvar hafa áður til­kynnt um viðbótargreiðslur fyrir dilkakjöt úr síðustu sláturtíð; Kjöt­afurðastöð Kaupfélags Skag­firðinga (KS), Sláturhús KVH ehf. (SKVH), SAH Afurðir og Sláturfélag Vopnfirðinga.

Hópsýking á Rangárvöllum
Fréttir 16. ágúst 2024

Hópsýking á Rangárvöllum

Nokkur fjöldi ferðafólks, sem átti leið um Rjúpnavelli á Rangárvöllum á undanför...

Sigursæl á lánshestum
Fréttir 16. ágúst 2024

Sigursæl á lánshestum

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi í Danmörku. Svíar voru ...

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent
Fréttir 15. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent

Landsmeðaltal á reiknuðu afurðaverði fyrir kíló dilkakjöts hækkar um 17 prósent ...

Sólheimar án  lífrænnar vottunar
Fréttir 15. ágúst 2024

Sólheimar án lífrænnar vottunar

Garðyrkjustöðin Sunna á Sólheimum er hætt ræktun á lífrænt vottuðum garðyrkjuafu...

Einokun og afleit þjónusta
Fréttir 15. ágúst 2024

Einokun og afleit þjónusta

Viðvarandi skortur á framboði á koltvísýringi hefur haft áhrif á garðyrkjuframle...

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...