Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mikil tækifæri geta falist í því fyrir bændur að verka og selja kjöt milliliðalaust.
Mikil tækifæri geta falist í því fyrir bændur að verka og selja kjöt milliliðalaust.
Mynd / Eydís Magnúsdóttir
Fréttir 11. ágúst 2022

Sláturhús sjá ekki hag sinn í að viðhalda lífrænni vottun

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson í Sölvanesi í Skagafirði fengu lífræna vottun fyrir sauðfjárbúið sitt vorið 2021, eftir að hafa farið í gegnum þriggja ára aðlögunarferli. Í sömu viku og vottunarstofan Tún fullgilti lífrænu vottunina þeirra bárust fréttir af því að öll sláturhús í þeirra landshluta myndu ekki endurnýja sína lífrænu vottun.

Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson eru með lífrænt sauðfjárbú í Sölvanesi. Þeim hefur reynst erfitt að koma lömbunum í sláturhús sem eru lífrænt vottuð

Með því varð Sláturhús Vesturlands í Borgarnesi eina sláturhúsið á landinu sem hefur viðhaldið sinni lífrænu vottun frá Túni. Þetta gerist í kjölfar þess að breytingar urðu á aðbúnaðarkröfum til lífræns sauðfjárbúskapar sem varð til þess að allir sauðfjárbændur, nema þau í Sölvanesi, misstu sína vottun. Bæði vegna hás flutningskostnaðar og þeirrar þversagnar að flytja lífræna sláturgripi um svo langan veg fannst þeim óraunhæft að senda féð í Borgarnes. Þar af leiðandi slátruðu þau öllum sínum lömbum í sláturhúsi SAH á Blönduósi haustið 2021 og gátu ekki markaðssett kjötið sem lífrænt.

„Síðasta haust voru lömbin okkar lífræn alveg þangað til þau fóru í sláturhúsið,“ segir Rúnar Máni.

Sláturhúsin þurfa að sækja um þessa lífrænu vottun á hverju ári og er það kostnaðarsamt. SAH afurðir á Blönduósi höfðu endurnýjað sína vottun þangað til á síðasta ári.

„Okkur fannst skjóta skökku við að keyra féð okkar í Borgarnes og koma svo með það til baka aftur til þess að verka það – en við vinnum allt kjötið á Skagaströnd og seljum sjálf,“ segir Rúnar Máni.

„Það er ekki alveg í takti við þessa lífrænu hugmyndafræði að lengja flutningsleiðina – meira en tvöfalda hana,“ bætir Eydís við

Kostnaður við vottun lendir á Sölvanesbændum

Rúnar segir að þau séu í viðræðum við SAH afurðir núna, í samvinnu við Tún, um að þeir slátri í verktöku undir þeirra vottun. „Við þurfum þá persónulega að sjá til þess að Tún fái aðgang að sláturhúsinu til þess að skoða aðbúnað – og greiða sjálf fyrir úttektina.“

Ef það gengur eftir þá fá þau að nota vottunarmerkið. „Við erum ekki búin að fá á hreint hver kostnaðurinn við að votta sláturhúsið verður. Nú erum við þegar búin að borga rúmlega 200 þúsund fyrir vottunina hérna heima og þurfum við að gera það á hverju ári,“ segir Eydís.

Þegar málin fara að skýrast þá þurfa þau að meta það hvort þessi aukakostnaður borgi sig. Rúnar segist alveg búast við því að það verði svipað dýrt og að fá vottunina á bænum og þar með tvöfaldast vottunarkostnaðurinn

„Þá er orðið býsna mikið sem við þurfum að leggja á lambakjötið til þess að þetta borgi sig. Við slátrum ekki nema 300 lömbum á ári þannig að það getur orðið snúið að láta dæmið ganga upp.“

Hvort kemur á undan, hænan eða eggið?

Eydís bendir á að Ísland sé búið að skuldbinda sig til til þess að styðja við lífrænan búskap.

„Það er gert á margan hátt – t.d. aðlögunarstyrkjum til bænda og með því fjármagni sem fer til VOR. Spurningin er þó hvort það þyrfti ekki eitthvert fjármagn að vera í boði fyrir sláturhús sem myndu vilja endurnýja sína lífrænu vottun. Ef ekki er hægt að slátra lífrænu búfé þá eru ekki miklar líkur til þess að fleiri myndu vilja komast í þann búskap og ef enginn er í lífrænni ræktun þá munu sláturhúsin ekki endurnýja sínar vottanir. Þetta er eins og með eggið og hænuna – hvort kemur á undan? Það er mjög skrýtin staða að vera komin með lífræna vottun heima á bæ, en vera svo komin út í horn með sláturmálin.“

Lífrænt býður upp á ýmis tækifæri

Rúnar segir að lambakjöt selt beint frá lífrænt vottuðu sauðfjárbúi sé auðseljanleg vara. Þau verka allt sitt kjöt sjálf og koma því til neytenda upp á eigin spýtur.

„Virðisaukinn verður eftir heima á búinu þar sem við erum ekki að borga öðrum fyrir að verka kjötið og koma því á markað. Svo er enginn sem bannar okkur að segja frá því að sjálft búið sé vottað en þetta slitni í sláturhúsinu.“

Eydís telur tækifæri leynast í lífrænum búskap – sérstaklega fyrir minni sauðfjárbú sem selja afurðirnar sínar sjálf. „Þau sem vilja kaupa okkar vörur geta haft beint samband við okkur, en við seljum beint frá býli á haustin – og keyrum heim til fólks.“

Einnig er hægt að fá kjötið þeirra á Kaffi Laugalæk, á stöku bændamörkuðum og með Bíl smáframleiðenda sem ferðast um Norðurlandið.

Skylt efni: lífrænt vottað

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...