Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vilhjálmur Svansson.
Vilhjálmur Svansson.
Mynd / HKr.
Fréttir 4. maí 2017

Staða smitsjúkdóma íslensku búfjárstofn­anna verðmæti fyrir lýðheilsu landsmanna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Norðlendingar fengu á dögunum tækifæri til að kynna sér hættu sem stafað getur af innflutningi á ferskum matvælum hingað til lands. 
 
Tveir af helstu sérfræðingum landsins á því sviði, þeir Vilhjálmur Svansson, dýralæknir og veirufræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í veirufræði á Keldum, og Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans, voru á ferðinni á Húsavík og Akureyri og fluttu erindi um málið. 
 
Erindi Vilhjálms fjallaði um smitsjúkdómastöðu íslensks búfjár og mögulegar smitleiðir nýrra smitefna til landsins. Í erindinu kom fram hve smitsjúkdómastaða íslenskra búfjárstofna er um margt óvenjuleg þegar hún er borin saman við það sem þekkist erlendis. Þessi sérstaða Íslands veldur því að mikill fjöldi þekktra og óþekktra smitefna getur valdið faröldrum í búfé hérlendis. Jafnframt eru mikil verðmæti fólgin í núverandi smitsjúkdómastöðu Íslands bæði með tilliti til affalla og afurðatjóns auk dýraverndar og verndar íslensku landnámskynjanna. Í góðri smitsjúkdómastöðu íslensku búfjárstofnanna eru og mikil verðmæti fólgin fyrir lýðheilsu.
 
Í máli Karls G. Kristinssonar kom meðal annars fram að sýkingarhætta af völdum sýkla sem geta sýkt bæði menn og dýr (súnur) er meiri erlendis en á Íslandi og á sama hátt er meiri áhætta af því að sýkjast af slíkum sýklum við neyslu innfluttra matvæla en innlendra. Þetta á sérstaklega við um kampýlóbaktersýkingar sem eru mun sjaldgæfari á Íslandi en annars staðar. 
 
Verði innflutningur gefinn frjáls má búast við stórauknum innflutningi á ódýrari kjúklingum sem eru mengaðri af kampýlóbakter. Einnig má búast við því að innflutningur á ferskri kjötvöru auki nýgengi salmonellasýkinga og sýkinga af völdum E. coli baktería.  
Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...