Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vilhjálmur Svansson.
Vilhjálmur Svansson.
Mynd / HKr.
Fréttir 4. maí 2017

Staða smitsjúkdóma íslensku búfjárstofn­anna verðmæti fyrir lýðheilsu landsmanna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Norðlendingar fengu á dögunum tækifæri til að kynna sér hættu sem stafað getur af innflutningi á ferskum matvælum hingað til lands. 
 
Tveir af helstu sérfræðingum landsins á því sviði, þeir Vilhjálmur Svansson, dýralæknir og veirufræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í veirufræði á Keldum, og Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans, voru á ferðinni á Húsavík og Akureyri og fluttu erindi um málið. 
 
Erindi Vilhjálms fjallaði um smitsjúkdómastöðu íslensks búfjár og mögulegar smitleiðir nýrra smitefna til landsins. Í erindinu kom fram hve smitsjúkdómastaða íslenskra búfjárstofna er um margt óvenjuleg þegar hún er borin saman við það sem þekkist erlendis. Þessi sérstaða Íslands veldur því að mikill fjöldi þekktra og óþekktra smitefna getur valdið faröldrum í búfé hérlendis. Jafnframt eru mikil verðmæti fólgin í núverandi smitsjúkdómastöðu Íslands bæði með tilliti til affalla og afurðatjóns auk dýraverndar og verndar íslensku landnámskynjanna. Í góðri smitsjúkdómastöðu íslensku búfjárstofnanna eru og mikil verðmæti fólgin fyrir lýðheilsu.
 
Í máli Karls G. Kristinssonar kom meðal annars fram að sýkingarhætta af völdum sýkla sem geta sýkt bæði menn og dýr (súnur) er meiri erlendis en á Íslandi og á sama hátt er meiri áhætta af því að sýkjast af slíkum sýklum við neyslu innfluttra matvæla en innlendra. Þetta á sérstaklega við um kampýlóbaktersýkingar sem eru mun sjaldgæfari á Íslandi en annars staðar. 
 
Verði innflutningur gefinn frjáls má búast við stórauknum innflutningi á ódýrari kjúklingum sem eru mengaðri af kampýlóbakter. Einnig má búast við því að innflutningur á ferskri kjötvöru auki nýgengi salmonellasýkinga og sýkinga af völdum E. coli baktería.  
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...