Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Stækkun vegakerfa hættuleg náttúrunni
Fréttir 6. mars 2015

Stækkun vegakerfa hættuleg náttúrunni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lagning nýrra vega í þróunarlöndunum er náttúrunni meiri ógn en allar, stíflur, námur, olíuvinnsla og stækkun borga samanlagt samkvæmt því sem segir í nýlegri skýrslu sem unnin var við Cook háskóla í Ástralíu.

Ástæðan fyrir því að vegir eru náttúrunni svona hættulegir eru sagðir vera að þeir opni fyrir og auðveldi aðgengi veiðiþjófa og þeirra sem stunda ólöglegt skógarhögg að áður óaðgengilegum stöðum og ósnertri náttúru.

Í skýrslunni segir að nýir vegir um áður ósnert svæði verði nú til sem aldrei fyrr og áhrif þeirra nái langt út fyrir vegbrúnir þeirra. Ennfremur segir að áhrif vegagerðar séu sjaldan talin með þegar rætt séu um nauðsyn þess að vernda náttúruna. Vegir um regnskóga Suður Ameríku og víðar í heiminum eru sagðir sérstaklega varasamir þar sem þeir auðveldi að gengi að skógunum og um leið ólöglegt skógarhögg.

Sem dæmi um tengsl vegagerðar og náttúruspjalla er að í Kongó hafa skógarhöggsfyrirtæki lagt um 50.000 kílómetra að vegum frá síðustu aldamótum. Á sama tíma hafa um tveir þriðju að villtum fílum í sömu skógum fallið fyrir veiðiþjófum.
 

Skylt efni: Vegagerð | náttúruvernd

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...