Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Stækkun vegakerfa hættuleg náttúrunni
Fréttir 6. mars 2015

Stækkun vegakerfa hættuleg náttúrunni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lagning nýrra vega í þróunarlöndunum er náttúrunni meiri ógn en allar, stíflur, námur, olíuvinnsla og stækkun borga samanlagt samkvæmt því sem segir í nýlegri skýrslu sem unnin var við Cook háskóla í Ástralíu.

Ástæðan fyrir því að vegir eru náttúrunni svona hættulegir eru sagðir vera að þeir opni fyrir og auðveldi aðgengi veiðiþjófa og þeirra sem stunda ólöglegt skógarhögg að áður óaðgengilegum stöðum og ósnertri náttúru.

Í skýrslunni segir að nýir vegir um áður ósnert svæði verði nú til sem aldrei fyrr og áhrif þeirra nái langt út fyrir vegbrúnir þeirra. Ennfremur segir að áhrif vegagerðar séu sjaldan talin með þegar rætt séu um nauðsyn þess að vernda náttúruna. Vegir um regnskóga Suður Ameríku og víðar í heiminum eru sagðir sérstaklega varasamir þar sem þeir auðveldi að gengi að skógunum og um leið ólöglegt skógarhögg.

Sem dæmi um tengsl vegagerðar og náttúruspjalla er að í Kongó hafa skógarhöggsfyrirtæki lagt um 50.000 kílómetra að vegum frá síðustu aldamótum. Á sama tíma hafa um tveir þriðju að villtum fílum í sömu skógum fallið fyrir veiðiþjófum.
 

Skylt efni: Vegagerð | náttúruvernd

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...