Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Stefán Gíslason, framkvæmda­stjóri Umhverfisráðgjafar Íslands ehf., kynnti skýrslu um aðgerðaráætlun sem ætlað er að stuðla að kolefnisjöfnun sauðfjárræktarinnar.
Stefán Gíslason, framkvæmda­stjóri Umhverfisráðgjafar Íslands ehf., kynnti skýrslu um aðgerðaráætlun sem ætlað er að stuðla að kolefnisjöfnun sauðfjárræktarinnar.
Mynd / HKr.
Fréttir 2. nóvember 2017

Stefnt er að fullri kolefnisjöfnun sauðfjárræktar á Íslandi 2022

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt skýrslu sem Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. hefur unnið fyrir Landssamtök sauðfjárbænda er raunhæft að kolefnisjafna íslenska sauðfjárrækt að fullu.
 
Verkefnið var kynnt á opnum fundi í Bændahöllinni 26. október. Markmiði um fulla kolefnisjöfnun greinarinnar verður náð með samdrætti í losun og mótvægisaðgerðum, s.s. skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis.
 
Í samræmi við samþykkt aðalfundar sauðfjárbænda
 
Svavar Halldórsson, fram­kvæmda­­stjóri Icelandic lamb og Markaðs­ráðs kindakjöts, kynnti verkefnið og sagði að skýrsla Umhverfis­ráðgjafar Íslands hafi verið unnin fyrir Landssamtök sauðfjárbænda í samræmi við stefnumótun sem samþykkt var á aðalfundi samtakanna 30.–31. mars 2017. Þar segir að stefna skuli að kolefnisjöfnun greinarinnar eins fljótt og kostur er. Hefur nú verið lögð fram aðgerðaráætlun til að ná þessum markmiðum á næstu fimm árum.
 
Undirbúningur á kolefnisjöfnun íslenskrar sauðfjárræktar hófst á vettvangi Landssamtaka sauðfjárbænda árið 2015. Í október 2016 kom út skýrsla sem bar yfirskriftina „Greining á losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum landbúnaði“ eftir Jón Guðmundsson hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Á stjórnarfundi samtakanna 2. desember 2016 var framkvæmda­stjóra falið að vinna að aðgerðaráætlun í samvinnu við utanaðkomandi sérfræðinga og frumtilboð frá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. um kolefnisjöfnun sauðfjárræktarinnar á grundvelli fyrrnefndrar skýrslu. 
 
Stefán Gíslason, framkvæmda­stjóri Umhverfisráðgjafar Íslands ehf., kynnti síðan á fundinum í Bændahöllinni skýrslu um þessa vinnu sem ber heitið „Losun gróðurhúsalofttegunda frá sauðfjárbúum á Íslandi og aðgerðir til að draga úr losun.“ 
 
Stefnt að fullri kolefnisjöfnun árið 2022
 
Þar kemur fram að heildarlosun frá íslenskri sauðfjárrækt nemur um 291 þúsund tonni kolefnisígilda (CO2-ígilda) á ári. Losunin á hvert framleitt kg lambakjöts nemur 28,6 kg kolefnisígilda (CO2-ígilda). Er nú stefnt að því að fullri kolefnisjöfnun íslenskrar sauðfjárræktar verði náð árið 2022. Einnig er stefnt að því að allt íslenskt lambakjöt og aðrar sauðfjárafurðir verði vottaðar kolefnishlutlausar.
 
Kolefnisjöfnun íslenskrar sauðfjárræktar er framsækið umhverfisverkefni sem hefur sjálfstætt umhverfis- og loftslagsgildi en getur einnig að hluta eða í heild verið hluti af framlagi Íslands á alþjóðlegum vettvangi.
 
– Sjá nánar á bls. 2 í nýju Bændablaði.
Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar
Fréttir 28. mars 2025

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar

Dvergmítlar og ný tegund kögurvængju eru nýlegir landnemar á Íslandi og geta val...